UM OKKUR

Velkomin(n) inn á þessa nýju heimasíðu sem enn er í smíðum fyrir ferðaskrifstofuna Íslandsvini sem um leið fær annað nafn meðfram hinu og mun kallast Fjallakofinn-Ævintýraferðir.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf. var stofnuð árið 1998.  Fyrirtækið hefur vaxið með hverju árinu og er það fyrst og fremst vegna ánægðra viðskiptavina sem koma til okkar aftur og aftur, hvort sem það eru Íslendingar að ferðast með okkur í ýmis konar ferðum erlendis, eða erlendir ferðamenn og samstarfsaðilar sem kaupa af okkur skipulagðar ferðir hér innanlands.

Ferðastefna fyrirtækisins er skýr hvað ferðir erlendis varðar: Fjallakofinn-Ævintýraferðir / Íslandsvinir h.f., leitast við að sérhæfa sig í ferðum sem hreyfa við hug og hjarta! 
 
Fyrst og fremst eru það útivistarferðir, og þar hafa hjóla-, göngu- og skíðaferðir verið algengastar, en núna eiga menningarferðir af ýmsum toga vaxandi fylgi að fagna. Ýmsar aðrar ferðir eru í boði s.s. háfjallaferðir og einnig hefur margskonar fjölskyldu-, árshátíða- og fyrirtækjaferðum fjölgað hjá okkur þar sem við sníðum utan um þarfir hvers hóps. Við höfum getað sýnt fram á þetta tvennt sem skiptir svo miklu máli þegar að fara skal með hóp erlendis, sanngjarnt verð og vönduð vinnubrögð.
 
Hér á heimasíðunni eru taldar upp flestar af þeim spennandi ferðum sem í boði eru hjá okkur og er það von mín og trú að margir finni í einhverri þeirra draumaferðina sína. Einnig hvet ég fólk til að fylgjast reglulega með og skrá sig á lista hjá okkur til að fá reglulega upplýsingar um nýjungar. 

Um leið og ég þakka öllum viðskiptavinum Íslandsvina í gegnum árin fyrir samskiptin býð ég þá og nýja ferðafélaga velkomna í ferðir með okkur,
 
Halldór Hreinsson
framkvæmdastjóri

 

UMSAGNIR

"Get nú ekki annað en sent ykkur línu til að segja ykkur að skíðaferðin okkar fór sko LAAANGT  fram úr væntingum, þar sem fararstjórinn hann Helmut gjörsamlega dró rauða dregilinn á undan okkur alla ferðina!! Alltaf mættur við lyftuna á morgnana og skíðaði með okkur allan daginn og þekkir hverja þúfu betur en lófan á sér!! Og alltaf  mættur í skíðabúðina ef eitthvert okkar vantaði eitthvað þar, til að aðstoða með það!! Fylgdist svo með að ALLIR kæmu niður heilir eftir daginn!! Það ættu allir að fara amk. eina skíðaferð með Helmut, hann fær 10 ********** af 5 möguleikum"

Umsögn um Neukirchen ferðina okkar í janúar 2018 og þátt fararstjórans Helmut Maier í henni 


"Frábær og stórkostleg ferð í alla staði, toppar allt sem ég hef farið í || Allt upp á 10! Frábær ferð i alla staði, mæli með þessu við alla sem ég hitti || Þetta var mjög góð ferð og kennararnir frábærir og jákvæðir, takk fyrir mig! || Kennararnir voru mjög góðir, kunna sitt fag augljóslega og komu til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga í hópnum."

Umsagnir um skíðagöngunámskeiðin okkar í Tékklandi undanfarna tvo vetur (2017 og 2018) í umsjón Auðar K. Ebenezersdóttur og Óskars Jakobssonar​


"Þetta var skemmtileg ferð. Fallegt og fjölbreytt umhverfi með mikla sögu. Brandur fararstjóri stóð sig með mikilli prýði og allt skipulag ferðarinnar frábært. Ég mæli með þessari ferð og vil þakka ferðaskrifstofunni Íslandsvinum fyrir mig." 

Grétar William Guðbergsson - Dónárdraumur 8. - 15. Júní 2015


„Þessi ferð var samfellt ævintýri frá upphafi til enda. Fjölbreyttar, fallegar og skemmtilegar hjólaleiðir við allra hæfi. Það var virkilega gaman að búa í skútunni og þar var yndisleg stemning. Það var líka dásamlegt þegar akkerum var kastað í fagurbláum flóa og fólki boðið að synda. Að synda í tærum sjó þar sem enginn er á ferð nema þú og þínir ferðafélagar er upplifun út af fyrir sig og auðvitað mjög hressandi líka. Osturinn á eyjunni Pag er líka ógleymanlegur. Frábær upplifun og frábært frí.“

Anna Sigríður Vernharðsdóttir og Auðunn Páll Sigurðsson - Umsögn um hjólaferð um Kvarnerflóann í Króatíu, sept. 2014


Frábær og stórkostleg ferð í alla staði, toppar allt sem ég hef farið í || Allt upp á 10! Frábær ferð i alla staði, mæli með þessu við alla sem ég hitti || Þetta var mjög góð ferð og kennararnir frábærir og jákvæðir, takk fyrir mig! || Kennararnir voru mjög góðir, kunna sitt fag augljóslega og komu til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga í hópnum."

Umsagnir um skíðagöngunámskeiðin okkar í Tékklandi undanfarna tvo vetur í umsjón Auðar K. Ebenezersdóttur og Óskars Jakobssonar


Dásamleg ferð. Brandur er einstakur fararstjóri sem sér til þess að allir njóti. Takk Íslandsvinir og takk Brandur fyrir ógleymanlega ferð." 

Rannveig Sigfúsdóttir - Umsögn um Töfra Gardavatnsins, 6. - 14. júní 2016. Fararstjóri Brandur Jón Guðjónsson


„Þessi ferð var samfellt ævintýri frá upphafi til enda. Fjölbreyttar, fallegar og skemmtilegar hjólaleiðir við allra hæfi. Það var virkilega gaman að búa í skútunni og þar var yndisleg stemming. Það var líka dásamlegt þegar akkerum var kastað í fagurbláum flóa og fólki boðið að synda. Að synda í tærum sjó þar sem enginn er á ferð nema þú og þínir ferðafélagar er upplifun út af fyrir sig og auðvitað mjög hressandi líka. Osturinn á eyjunni Pag er líka ógleymanlegur. Frábær upplifun og frábært frí.“

Anna Sigríður Vernharðsdóttir og Auðunn Páll Sigurðsson - Umsögn um hjólaferð um Kvarnerflóann í Króatíu, sept. 2014. Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson


"Vil þakka ykkur fyrir skemmtilega hjólaferð 13-23 júni. Allt stóðst eins og stafur á bók, og þessi ferð verður ógleymanleg. Að hjóla eftir þessum hjólastígum í góð veðri, gegnu þessa litlu bæi með hellulögðum götum,litlum kaffihúsum og mikilli sögu, sem farastjórinn Brandur Jón fræddi okkur um. Löngum dölum með stoppi á bóndabæjum og setjast niður og fá sér nýtínda ávexti, heimabakað brauð og osta. Farastjórinn stóð sig frábærlega og hafið þið þökk fyrir frábæra ferð."

Margrét Gunnarsdóttir - Umsögn um Dónárdraum, 13. - 23. júní 2013. Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson


„Ágætu starfsmenn Íslandsvina !
Okkur langar til að þakka fyrir ógleymanlega  ALPARÓSAFERÐ 10-19/8. algjör snilld.
Stór hluti af þessari snilld er þessi frábæri fararstjóri sem Ása María er.
Hún hefur gott skipulag á hlutunum og mikla hæfileika til að miðla fróðleik og þekkingu
sem við kunnum vel að meta. Auk þess er hún bráðskemmtileg og með húmorinn í lagi
-- ef þið hafið ekki vitað það--  
Farkostur  og hótel voru af bestu gerð  og bara allt upp á það besta.
Við óskum Íslandsvinum alls hins besta og vonum  að við eigum samleið síðar.

Góðar kveðjur,
Stína, Högni
Döbba, Elli
Júlla, Trausti
Búbba og Þröstur“

Umsögn um ferðina „Alparósir“ 10.-19. ágúst 2010. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir


„Við vorum mjög ánægðar með Gardavatnsferðina í júní. Brandur er frábær fararstjóri, hugsunarsamur, hlýr og einstaklega hjálpsamur. Ég og dóttir mín gefa honum hæstu einkunn."   

Magðalena - Umsögn um ferðina „Gönguferð - Gardavatn“ 5.-12. júní 2010. Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson


„Þrátt fyrir að hafa til skamms tíma notað reiðhjól sem daglegan samgöngumáta var hugmyndin um hjólaferð á erlendri grundu huglæg áskorun.  Gat verið hvíld í því að þjarkast um dögum saman á hjóli í stað þess að liggja út af í sólinni?  Á kynningu um tilhögun ferðarinnar kom ljós að þrátt fyrir þétt skipulag skyldi heilbrigð skynsemi ráða för.  Seglum yrði hagað eftir vindi og ferðalangar ættu að lifa ferðina í stað þess að hún lifði þá.

Riva del Garda hjólaferðinni verður vart lýst fyrir þeim sem ekki hafa upplifað ferðamáta af þessu tagi á eigin skinni.  Við komuna á áfangastað vék blanda eftirvæntingar og spennu fljótt fyrir öryggis- og frelsistilfinningu.  Líkamlegri hreyfingu fylgir andleg vellíðan og viðmót allra var gott.  Nálægðin við náttúruna og daglegt líf heimamanna líkist því að anda að sér sögu í stað þess að lesa hana. Landslagið einstakt og að sama skapi veitingar í mat og drykk.  Fólk á miðjum aldri urðu sem börn í sjálfskipuðu eigin ævintýri.  -  Ferðin hefur haft þann eftirmála helstan að maður er knúinn til slíkrar farar á ný."

GRB - Umsögn um ferðina "Gardavatnið - hjólaferð" 21. - 28. ágúst 2010. Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson