SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
      8 dagar / 7 nætur
     8. - 15. 3. 2019   
      Hámark 10
      Hálft fæði
     Ferðir til og frá flugvelli
     Flug og flugvallaskattar
     Fararstjóri: Óskar Jakobsson

 

Vegna mikillar eftirspurnar höfum við sett upp annað skíðagöngunámskeið í Tékklandi. Dvalið verður á góðu hóteli í borginni Liberec og ekið þaðan til skíðasvæðisins í Bedrichov. Í Bedrichov er mjög góð aðstaða til skíðagöngu og þar er m.a. árlega haldin stór alþjóðleg skíðagöngukeppni - Jizerska 50 - sem er hluti af Worldloppet keppnunum (eins og Fossavatnsgangan á Ísafirði). Þorpið sjálft er í 707 m.y.s., en göngubrautirnar eru upp í allt að uþb. 1.000 m.y.s.

Allar næturnar verður dvalið á Clarion Grandhotel Zlatý Lev**** í borginni Liberec, góðu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hóteli sem er einungis í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Bedrichov.

Námskeiðið sjálft verður í fjóra daga. Fyrir hádegið verður farið í tækniæfingar, en síðan verða farnar lengri leiðir eftir hádegið í takt við aðstæður og getustig hópsins og þannig verður þetta bæði skíðagönguskóli og skíðagönguferð saman í einni skemmtilegri upplifun!

 

Verð frá 249.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ - AUKAFERÐ

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Aævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Aævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.