UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ

 
HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  10 dagar / 9 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
23. 8. -  1. 9. 2024   Flug og flugvallaskattar
Lágm. 12 / hám. 20   Fararstjórn: Brandur Jón H. Guðjónsson
 Hálft fæði +*
 
Robert Ciglar og Zvone Hocevar
 
 
RAFHJÓLAFERÐ UM FALLEGAR SLÓÐIR Í AUSTUR-TÝRÓL (AUSTURRÍKI) OG SUÐUR-TÍRÓL (ÍTALÍA)
 
Hjólað á sjö dögum um fallega dali á milli Alpanna í norðri og Dólómítafjallanna í suðri. Í dölunum eru búsældarlegar sveitir, þorp, bæir og borgir, og nánast allan tímann blasa við há og tignarleg Dólómítafjöllin sunnan og síðan austan og vestan við, auk þess sem Alpalandslagið norðan við svíkur engan!

Fyrstu tvo dagana er hjólað í Austurríki og farið nánast í aflíðandi stíganda upp að landamærum Ítalíu, en þeim megin liggur leiðin síðan niður í móti aftur, fyrst í vestur en síðan í suður, og ferðinni lýkur á dásamlegum stað við norðurenda Gardavatnsins.

Nánast allan tímann er verið á bundnu slitlagi á góðum hjólastígum, en einstaka sinnum á umferðarlitlum götum eða malarstígum – hvergi bratt, hvergi tæpt um – en alls staðar fallegt!

Allan tímann verður farið um á þægilegum hraða til þess að njóta þess sem fyrir augu ber, og reglulega stoppað til þess að skoða áhugaverða staði, byggingar o.þ.h., að ógleymdu stórbrotnu landslaginu.

Gist verður á góðum tveggja, þriggja og fjögurra stjörnu gistihúsum og hótelum.

Fjölbreyttar dagleiðir, u.þ.b. 30 – 70 km og verandi á góðum rafhjólum (leigan á hjólunum er innifalin í verði ferðarinnar) hentar ferðin nánast hverjum sem er sem er vanur - og hefur gaman af - að hjóla!

Algjör hjálmaskylda er í öllum okkar hjólaferðum 😊

_          _          _

Mjög mikil þjónusta, m.a. fararstjóri og tveir aðstoðarmenn (bílstjóri og hjólandi aðstoðarmaður) sem sjá um að hlaða rafhlöður hjólanna og yfirfara þau eftir hverja dagleið. Bíllinn fylgir hópnum meira og minna allan tímann og hann verður notaður til þess að ferja farangurinn á milli hótelanna. Bílstjórinn hjálpar einnig til við hjólin ef þarf, eða hvað annað sem að uppá getur komið í ferðinni. Einnig sér hann um hressingarstopp sem tekin eru öðru hvoru á leiðinni

_          _          _

Hálft fæði +* = morgunverðir alla morgnana - 7 x kvöldverðir - ,,hressingar" á hjólaleiðinni, þó ekki hádegisverðir


 

 

                 

Verð frá 509.900 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ
UM DALI VESTUR ... RAFHJÓLAFERÐ

 


 

 

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.