|
3 dagar / 2 nætur |
 |
Allur akstur skv. dagskrá |
 |
19. - 21. 3. 2021 |
 |
Fararstjóri: Árni Magnús Magnusson |
 |
Fullt fæði |
|
|
|
|
|
|
NÁNAR UM FERÐINA
Fáir staðir á Íslandi eru þekktari fyrir mikla sumarfegurð en Borgarfjörður eystra, með allar sínar náttúruperlur nær og fjær eins og glitrandi festi sem laðar til sín ferðalanga alls staðar að úr heiminum! En fegurðin er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við sumarið því vetrarfegurðin er ekki síðri.
Og um það snýst þessi ferð, að upplifa svæðið í vetrarbúningi; Dyrfjöllin frá öllum hliðum, náttúruundrið Stórurð og síðan Víknaheiðina, en njóta líka rómaðrar gestrisni heimamanna í góðri aðstöðu á gistihúsinu Blábjörgum. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu skíðagönguformi og þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautargönguskíðum).
Þetta er svo sannarlega ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið: Akstur, allar máltíðir, gisting og leiðsögn. Þessi ferð er unnin í nánu samstarfi við heimamenn á Borgarfirði eystra – sjá í skjali undir „nánari upplýsingar“ hér til hliðar.