BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   11 dagar / 10 nætur    Allur akstur skv. dagskrá
   14. - 24. 4. 2019    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 15 / hám. 25    Fararstjóri: Steinunn Steinarsdóttir
   Fullt fæði    

 

NÁNAR UM FERÐINA

Balkan löndin eru rík af sögu, menningu og fallegum byggingum. Í þessari mjög svo fjölbreyttu 11 daga ferð verður farið um vestur hluta skagans og komið til Serbíu, Makedoníu, Albaníu, Svartfjallalands, Bosníu - Hersegovínu og Króatíu. Um flest þessara landa liggja Dinarísku Alparnir, háslétta sem að liggur frá norð-vestri til suð-austurs. Þau eru því í senn svo lík, en á sama tíma mjög ólík, landfræðilega séð, en þó enn frekar að innri gerð, og má þar nefna t.d. mismunandi stafróf, trúarbrögð o.fl. Þau eru einnig mis langt á veg komin með að rétta sig af eftir stríðið sem að geisaði þarna á árunum 1991-95 og enn má sjá merki þess á sumum stöðum. Það er margt áhugavert sem að ber fyrir augu; moskur, kirkjur, virki og aðrar byggingar frá ýmsum tímum svo dæmi séu nefnd, að ógleymdri víða stórbrotinni náttúrufegurð!

Balkan skaginn er landsvæði í suð-austur hluta Evrópu og dregur nafn sitt af fjallgarði sem er austast í Serbíu og um Búlgaríu allt til Svarta hafsins. Hann liggur að sjó í vestri, suðri og austri en Dóná og fleiri ár afmarka svæðið í norðri. Fjölbreytni svæðisins er mikil, allt frá vogskorinni sjávarströnd upp til hárra fjalla; fossar og flúðir; skógar og berangur o.s.frv. 

Mjög mikið innifalið!

Á hverjum degi eru léttar göngur með staðarleiðsögn um þær borgir, bæi og svæði sem verið er að skoða. Alltaf verður gist á góðum 4-5 stjörnu hótelum og farið um í þægilegri rútu. Alla dagana eru innifaldar þrjár máltíðir; morgun-, hádegis- og kvöldverðir. Morgun- og kvöldverðir verða alltaf á þeim hótelum sem að dvalið verður á hverju sinni, en hádegishressingin í takt við dagskrá hvers dags fyrir sig. Allur aðgangseyrir að söfnum og öðru því sem að fylgir í áætlun ferðarinnar er innifalinn. Íslenski fararstjórinn bjó um tíma í Sarajevo og þekkir sögu svæðisins vel. Aðal leiðsögumaður ferðarinnar er ensku-mælandi Bosníumaður sem verður með hópnum allan tímann auk þess sem sérstakir staðarleiðsögumenn koma með í flestar skoðunarferðirnar.

Verð frá 369.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN
BÍLFERÐ UM BALKANSKAGANN

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.