BYGGÐIR OG BAKLAND #1 - LANDBROT, SÍÐA, FLJÓTSHVERFI O.FL.
HELSTU UPPLÝSINGAR
 |
5 dagar / 4 nætur |
 |
Á eigin vegum |
 |
2. - 6. 6. 2023 |
 |
Fararstjóri: |
 |
Lágm. 6/ Hám. 10 |
|
Brandur Jón H. Guðjónsson |
 |
Fullt fæði |
|
|
FEGURÐ OG FJÖLBREYTNI EINKENNA LANDSLAG OG BYGGÐIR SKAFTÁRHREPPS
- STIKLAÐ Á STÓRU UM LANDBROT - SÍÐU - FLJÓTSHVERFI - NÚPSSTAÐARSKÓGA -
UPPSELT!
Splunkuný fjallahjólaferð þar sem fyrstu dagana í júní verður farið um fallegar sveitir í austurhluta Skaftárhrepps.
Ekkert ,,ofur" eða neitt svoleiðis og ætluð öllu almennu hjólafólki, en góð fjallahjól á grófum dekkjum algjört skilyrði - gjarnan raf-fjallahjól
Fegurð og fjölbreytni gætu verið einkunnarorð stóra sveitarfélagsins Skaftárhrepps og óvíða á landinu hafa náttúruöflin verið jafn dugleg á sögulegum tíma við að móta og „endurhanna“ landslagið eins og í þessum sveitum!
Fyrst og fremst er þetta fjallahjólaferð, en stundum verður hjólunum lagt og gengið aðeins til þess að skoða betur.
Hver dagleið að mestu leyti tiltölulega sléttlend – amk. aldrei bratt – en vissulega verður undirlagið mis gróft; bundið slitlag í miklum minnihluta, að hluta til almennir ,,sveitavegir" en þó aðallega mis grófir jeppaslóðar, og því á köflum seinfarið. Á einstaka stað óbrúaðir lækir.
Ferðin hentar öllu þokkalega vönu hjólafólki – Áhersla á að njóta en ekki þjóta!
Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið framdempandi eða fulldempandi fjallahjól til þess að nota í ferðinni, breið og gróf dekk henta best – ath. að þetta er kjörið líka fyrir raf-fjallahjól!
Athugið að í boði er að skipta ferðinni upp fyrir þau sem það vilja; selja í fyrri tvær eða seinni tvær dagleiðirnar - sjá skjal sem opnast við að smella á Nánari upplýsingar
Hótel Klaustur - það er mikið innifalið í dvölinni þar, auk frábærrar þjónustu:
- Gisting í fjórar nætur
- Morgunverðir
- Nesti fyrir alla hjóladagana
- Tveggja rétta kvöldverður á föstudags- og mánudagskvöldið
- Þriggja rétta kvöldverður á laugardags- og sunnudagskvöldið
Smelltu á Nánari upplýsingar hér ofar til hægri - þar er ferðarlýsing, verð o.fl.