DOLOMITENLAUF 2020

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   4 dagar / 3 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   17. - 20. 1. 2020    Flug og flugvallaskattar
   Hámark 15    Fararstjóri: Óskar Jakobsson
   Hálft fæði     

 

NÁNAR UM FERÐINA

Dolomitenlauf er ein af þeim skíðagöngukeppnum sem eru í Worldloppet mótaröðinni og verður haldin í 50. skipti dagana 16. - 19. janúar 2020. Fjallakofinn - Ævintýraferðir stendur fyrir hópferð þangað og á frátekin 15 númer í aðal hluta keppninnar sunnudaginn 19. janúar. Föstudaginn 17. janúar verður flogið með Icelandair til Munchen og ekið þaðan til bæjarins  Sillian þar sem hópurinn dvelur á hótel Bergland næstu þrjár nætur. Sillian er næsti bær fyrir vestan Lienz og þaðan eru ókeypis rútuferðir að og frá keppnisstaðnum. Lienz er í u.þ.b. 675 m.y.s. og ef snjór er ekki nægur þar hafa keppnirnar verið færðar upp til Obertillach sem er í u.þ.b. 1.450 m.y.s. en Sillian er mitt á milli þessara staða.

Eins og áður segir er aðal keppnin á sunnudeginum og því hægt að nota laugardaginn til þess að ná úr sér ferðaþreytunni, skoða aðstæður o.s.frv.

Verð á mann í tveggja manna herbergi: 144.900 ISK

Verð á mann í eins manns herbergi: 179.900 ISK

 Innifalið:

Flug og flugvallaskattar með Icelandair til og frá Munchen  - út föstudaginn 17. janúar og heim mánudaginn 20. janúar. 

Akstur milli flugvallarins í Munchen og hótel Bergland í Sillian í upphafi og lok ferðar.

Þrjár nætur á hótel Bergland með hálfu fæði (morgun- og kvöldverðir)

Íslensk fararstjórn: Óskar Jakobsson 

Ekki innifalið:

Hádegisverðir, Þátttaka í keppnum Dolomitenlauf, Flutningur á skíðabúnaði í flugvélum Icelandair, annað það sem ekki er upptalið í "innifalið"

 

Athugið að í boði er að spyrða þessa ferð saman við skíðagöngunámskeiðið þeirra Óskars og Auðar K. Ebenezersdóttur dagana 21. til 28. janúar 2020

(Sjá annarsstaðar hér á heimasíðunni)

Verð frá 144.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020
DOLOMITENLAUF 2020

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.