FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
4 dagar / 3 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
3. - 6. 6. 2022  Fararstjóri: Skúli Júlíusson
 Fullt fæði  Lágm. 8 / hám. 18
       


Tveir skíðunardagar um hvítasunnuna; annar á Snæfell, sem er hæsta fjall utan jökla á Íslandi, og hinn á Sandhólatind, skemmtilegt skíðunarfjall við Seyðisfjörð.

Frá báðum þessum fjöllum er frábært útsýni og síðan flottar leiðir sem skíðaðar verða niður aftur. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu líkamlegu formi og búnir til talsverðrar göngu, jafnvel með skíðin á bakinu, og því þarf bakpoka með góðum festingum fyrir skíðin, en jafnframt með pláss fyrir dagsnestið og fatnað. - Komdu á eigin vegum til Egilsstaða eða í Óbyggðasetrið - Ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið!

Þessi ferð er farin í samstarfi við Óbyggðasetrið í Fljótsdal.

Veldu "Nánari upplýsingar"  hérna hægra megin til þess að lesa nánar um dagleiðir o.fl.

Verð frá 104.900 kr

Staðfestingargjald 40.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI
FJALLASKÍÐUN Á AUSTURLANDI

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.