 |
4 dagar / 3 nætur |
 |
Allur akstur skv. dagskrá |
 |
3. - 6. 6. 2022 |
 |
Fararstjóri: Skúli Júlíusson |
 |
Fullt fæði |
 |
Lágm. 8 / hám. 18 |
|
|
|
|
Tveir skíðunardagar um hvítasunnuna; annar á Snæfell, sem er hæsta fjall utan jökla á Íslandi, og hinn á Sandhólatind, skemmtilegt skíðunarfjall við Seyðisfjörð.
Frá báðum þessum fjöllum er frábært útsýni og síðan flottar leiðir sem skíðaðar verða niður aftur. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu líkamlegu formi og búnir til talsverðrar göngu, jafnvel með skíðin á bakinu, og því þarf bakpoka með góðum festingum fyrir skíðin, en jafnframt með pláss fyrir dagsnestið og fatnað. - Komdu á eigin vegum til Egilsstaða eða í Óbyggðasetrið - Ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið!
Þessi ferð er farin í samstarfi við Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Veldu "Nánari upplýsingar" hérna hægra megin til þess að lesa nánar um dagleiðir o.fl.