JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   5 dagar / 4 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   7. - 11. 2. 2020    Flug og flugvallaskattar
   Hámarks 14    Fararstjóri: Óskar Jakobsson
   Hálft fæði    

 

NÁNAR UM FERÐINA

Ertu að safna keppnum í Worldloppet? Ef svo er, hvernig væri þá að skella sér til Tékklands og taka þátt þann 9. febrúar 2020 þegar Jizerska 50 keppnin verður haldin í fimmtugasta og þriðja sinn? Eða keppa í 25 km göngunni á laugardeginum 8. febrúar? Spennandi, ekki satt? 

Skíðagöngusvæðið í og við Bedrichov í nágrenni borgarinnar Liberec í Tékklandi er sívinsælt til æfinga og keppni. Jizerska 50 keppnin var fyrst haldin 1968 og hefur verið hluti af World-loppet mótaröðinni síðan árið 2000. Þátttakendafjöldi í 50 km aðal keppninni er takmarkaður við 4.800 manns. Fjallakofinn - Ævintýraferðir eiga frátekin pláss fyrir hópinn sinn í þeirri tölu.

Þó Jizerska 50 sé „ekki nema“ 50 km þá er skíðaleiðin talsvert krefjandi og því skemmtileg áskorun fyrir fólk í sínu besta keppnisformi, en ekki síður fyrir allt áhugafólk um þátttöku í skíðagöngukeppnum sem þessum. Má bjóða þér að slást í hópinn?

Verð frá 199.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI
JIZERSKA 50 KEPPNIN Í TÉKKLANDI

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.