KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   8 dagar / 7 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   6. 1. - 13. 1. 2024    Flug og flugvallaskattar
   Hámark 18    Fararstjóri: Ásdís Sigurðardóttir
   Hálft fæði    

FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR DÖMUR ÞESSA LANDS TIL ÞESS AÐ BÆTA VERULEGA VIÐ INNISTÆÐUR Í TVEIMUR AF MIKILVÆGUSTU BANKASTOFNUNUM LÍFSINS; REYNSLUBANKANUM OG GLEÐIBANKANUM ;-)

Komdu með til NEUKIRCHEN - skíðafrí í faðmi Austurrísku alpanna!

Neukirchen er fallegur bær neðan við Wildkogel skíðasvæðið og býður upp á gott skíðafrí fyrir hvern sem er, og landfræðilegar aðstæður sjá til þess að svæðið er talið mjög öruggt með snjó.

Hefðbundin svigskíðun er í forgrunni ferðarinnar, en svo eru líka mjög flottar skíðagöngubrautir á svæðinu; hægt er að leigja fjallaskíðabúnað og bæta nokkrum toppum í safnið; fara með skíðastrætó yfir á næstu svæði o.s.frv., að ógleymdri glæsilegri 14 km langri upplýstri sleðabraut þar sem hægt er að upplifa frábæra kvöldskemmtun!

Í nágrenninu eru síðan ýmsir áhugaverðir staðir sem hægt er að skreppa til; frábært safn og sýningar um svæðið og Hohe Tauern þjóðgarðinn í Mittersill; fara í bæjarferð og/eða skíðun í og við Zell am See o.fl. o.fl.

Fararstjórinn Ásdís Sigurðardóttir er  fædd og uppalin á Siglufirði.  Hún er mikill reynslubolti í útivist og hreyfingu hverskonar og mun leiða hópinn í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Allt hennar líf hefur snúist um íþróttir og heilsurækt og störf hennar alla tíð því tengd. Hún er lærður íþróttakennari, markþjálfi, skíðakennari  o.fl. og á og rekur skíðaskóla í Hlíðarfjalli auk þess sem hún er rekstrarstjóri skíðaleigu Fjallakofans í Hlíðarfjalli.

Ferðin er ætluð jafnt fyrir byrjendur sem lengra komnar og Ásdís er fús að veita leiðsögn til þess að bæta stíl og færni. Þegar nær dregur verður hún með kynningar- og afsláttarkvöld í Fjallakofanum í tengslum við ferðina og einnig vill hún bjóða þeim þátttakendum sem það vilja og tök hafa á að hitta hana í Bláfjöllum og/eða Hlíðarfjalli í tvígang fyrir ferðina til kennslu og leiðbeininga (auðvitað háð aðstæðum).

Hótel Gassner:

  • Glæsilegt fjögurra stjörnu superior hótel með góðum og vel búnum herbergjum
  • Morgunverðarhlaðborð stútfullt af bragðgóðum, hollum og næringarríkum kræsingum
  • Fimm rétta kvöldmáltíðir með góðri blöndu af þjóðlegum og alþjóðlegum réttum
  • Þægileg og rúmgóð setustofa með arni, tilvalin fyrir notalegar stundir og gott spjall
  • „CRYSTAL-SPA“ 1.200 m² heilsulind með sundlaug, heitum pottum og ýmsum gerðum af gufuböðum og öðrum líkamsnærandi meðferðum sem frábært er að njóta eftir góðan dag í fjallinu. Óupphituð útisundlaugin er síðan tilvalin til þess að styrkja ónæmiskerfið með köldu baði – nudd er síðan hægt að panta til þess að fullkomna daginn
  • Skíðastrætóinn stoppar við hótelið og með honum er 5 mínútna akstur (ókeypis) að kláfnum og svo endar ein af skíðabrekkunum ofan úr fjalli í hótelgarðinum – þægilegra getur það varla orðið!
  • Fimm daga í viku (mánudaga til föstudaga) býður hótelið upp á gönguferðir, bæði hefðbundnar og á snjóþrúgum, með leiðsögn um svæðið í grennd. Frábært tækifæri til þess að skipta aðeins um gír, kynnast Hohe Tauern þjóðgarðinum á nýjan hátt og taka jafnvel þátt í að fóðra villt dýr. Snjóþrúgur, göngustafir og bakpokar fást að láni án endurgjalds í móttöku hótelsins

Wildkogel skíðasvæðið:

75 km af flottum skíðabrekkum þar sem 45 % af þeim eru bláar (byrjendur), 40 % rauðar (miðlungs góðir) og 15 % svartar (lengra komnir). Stutt er yfir í stærri og „þekktari“ svæði eins og Zillertal og Kitzbühel og þau gæti verið gaman að heimsækja líka!

Smelltu á rauða   Nánari upplýsingar   hér til hliðar fyrir upplýsingar um verð o.fl.

Allar myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi frá hótel Gassner

Verð frá 364.900 kr

Staðfestingargjald 125.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN
KVENNAFERÐ TIL NEUKIRCHEN

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.