NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   5 dagar / 4 nætur    Á eigin vegum
   21.- 25. 8. 2020  Fararstjóri: 
   Lágm. 6     Brandur Jón H. Guðjónsson         
Gisting og morgunverður    
 
NÁNAR UM FERÐINA

 

Gróft nafn, en léttara en það sýnist ...

Mýrdalur – náttúrufegurðin þar er rómuð og því engin furða að þar séu einir mest sóttu ferðamannastaðir landsins – miklar andstæður skapa þar skörp skil í litum og formum með dimmblátt Atlantshafið í suðri, hvíta jökulhettu Mýrdalsjökuls í norðri og þar á milli svartan sandströndina svo langt sem augað eygir og síðan grösugar sveitir, auk hinna tignarlegu fjalla sem eru græn upp um allar hlíðar!

Í þessari hjólaferð verður farið á reiðhjólum um slóðir sem sjaldan eru hjólaðar og göslast um mýrarfláka, hálsa, óbrúaðar ár, kindagötur og grófa stíga, en líka verið á ágætum heiðarvegum, jeppaslóðum og jafnvel bundnu slitlagi.

Miðlungs erfiðar og mjög fjölbreyttar dagleiðir teknar á þeim hraða sem hópurinn þarf til þess að njóta vel þess sem fyrir augun ber.

Gisting og morgunverðir á hótel Kríu, góðu þriggja stjörnu hóteli sem er það nýjasta í Vík í Mýrdal, en það stendur við Sléttuveg, austast í þorpinu. 

Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið fjallahjól til þess að nota í ferðinni – ath. að þetta er kjörið líka fyrir fjallahjól með rafmótorsstuðningi (rafhjól) Þessi ferð er unnin í samstarfi við hótel Kríu og ævintýraferðafyrirtækið Katlatrack, en bæði fyrirtækin eru starfrækt í Vík í Mýrdal.

Verð frá 69.900 kr

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...
NETT HJÓLAGÖSL Í MÝRDAL...

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.