NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   2 dagar / 2 nætur    Á eigin vegum
   13. - 15. 8. 2021  Fararstjóri: 
   Lágm. 6/ Hám. 10    Brandur Jón H. Guðjónsson         
   Fullt fæði    
 
NÁNAR UM FERÐINA

Þær eru víða náttúruperlurnar á Íslandi og í þessari ferð verður kíkt á örfár slíkar á afmörkuðum svæðum í uppsveitum Árnessýslu. Ferðin hentar öllu hjólafólki, ekki tæknilega krefjandi, en þátttakendur þurfa að vera í þokkalega góðu formi því að í báðum dagleiðum er farið um mishæðótt landslag sem reynir á úthald, svo þær taka lengri tíma en kílómetrafjöldinn segir til um. Áhersla á að njóta en ekki þjóta!

Hvor hjólaleið er að mestu um fáfarna malarvegi eða sæmilega jeppaslóða. Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið hjól til þess að nota í ferðinni – framdempandi eða fulldempandi fjallahjól á breiðum og grófum dekkjum eru skilyrði – ath. að þetta er kjörið líka fyrir fjallahjól með rafmótorsstuðningi (rafhjól).

Dagskrá:

föstudagurinn 13. ágúst – mæting á gistiheimilið Nónstein í Árnesi seinnipart dags, kvöldverður og gisting.

laugardagurinn 14. ágúst – Ekið eftir malarvegi innar í sveitina (aksturstími uþb. 25-30 mín.) og svo hjólað eftir grófum jeppaslóða inn að mjög fallegum útsýnisstað, og til baka aftur. Þessi hjólaleið er u.þ.b. 15 km. en síðan verður bætt við þetta annari álíka langri hjólaleið, eftir að í Árnes er komið aftur – kvöldverður og gisting

sunnudagurinn 15. ágúst – Akstur yfir í næstu sveit, fyrri hluti dagleiðarinnar og síðustu kílómetrarnir eru eftir ágætum malarvegum, en þar á milli taka við grófari jeppaslóði og kindagötur – m.a. þarf að fara yfir eina vatnslitla á. Hjólaleiðin u.þ.b. 25 km

Gisting á gistiheimilinu Nónsteini og máltíðir á veitingastaðnum Brytanum í Árnesi:

  • Gisting í tvær nætur / sameiginleg baðherbergi
  • Morgunverðir
  • Nesti fyrir báða hjóladagana
  • Tveir þriggja rétta kvöldverðir

Farþegar í ferðum Íslandsvina / Fjallakofans- Ævintýraferða fá sérkjör í Fjallakofanum.
Smellið á rauða "Nánari upplýsingar" hér til hægri fyrir prentvæna og nánari útgáfu, verð o.fl.

Verð frá 54.900 kr

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2
NOKKRAR PERLUR Í UPPSVEITUM #2

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.