PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   5 dagar / 4 nætur    Allur akstur skv. dagskrá
 14. -18. 4. 2022      Fararstjórar: Árni Magnús Magnusson
 Fullt fæði                            Lindsey Lee
 Lágm. 12/hám.24    

 

DYRFJÖLLIN FRÁ ÖLLUM HLIÐUM OG MEIRA TIL!

Fáir staðir á Íslandi eru þekktari fyrir mikla sumarfegurð en Borgarfjörður eystra, með allar sínar náttúruperlur nær og fjær eins og glitrandi festi sem laðar til sín ferðalanga alls staðar að úr heiminum! En fegurðin er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við sumarið því vetrarfegurðin er ekki síðri. Og um það snýst þessi ferð, að upplifa Dyrfjöllin, Stórurðina, Víknaheiðina og Borgarfjörð eystra í vetrarbúningi, en njóta líka rómaðrar gestrisni heimamanna í góðri aðstöðu á gistihúsinu Blábjörgum.

Páskaferðin með 3 skíðagöngudögum leyfir þátttakendum að velja sitt eigið ævintýri eftir dagsformi, þar sem á tveimur af þremur dögunum verður hægt að velja auðveldari/styttri og erfiðari/lengri leið, með einum sameiginlegum degi þar sem allur hópurinn fer í sama ævintýrið. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu almennu útivistar- og skíðagönguformi. Þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautar-gönguskíðum). – Ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið! Þessi ferð er unnin í nánu samstarfi við heimamenn á Borgarfirði eystra. 
Athugið að þarna verða ekki troðnar brautir og miðað við að þátttakendur séu á stálkanta utanbrautargönguskíðum – en þetta er ekki fjallaskíðaferð!

Smelltu á "Nánari upplýsingar" hér til hliðar fyrir dagskána, búnaðarlista, verð o.fl.

Verð frá 154.900 kr

Staðfestingargjald 40.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM
PÁSKAÆVINTÝRI UNDIR DYRFJÖLLUM

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.