PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   9 dagar / 8 nætur    Allur aks ur skv. dagskrá
   9. - 17. 6. 2019    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 10 / hám. 15    Fararstjóri: Margrét S. Guðjónsdóttir
   Hálft fæði    
 
NÁNAR UM FERÐINA

Sagt hefur verið að vegir Guðs séu órannsakanlegir, en margir af hans helstu fulltrúum hér á jörðu hafa víða farið í hans nafni, og einn af þeim er heilagur Jakob sem gekk þvers og kruss í Evrópu og vinsælt hefur verið á öllum tímum að feta í fótspor hans. Ein af leiðunum hans er um og í nágrenni við Salzburg yfir til Tíról og eftir henni verður gengið í þessari ferð. Leiðin liggur um fallegt landslag Salzburgar, Bæjaralands, Tíról og Alpanna á malbikuðum stéttum, skógarstígum og léttum fjallaslóðum.

Þetta eru frekar léttar dagleiðir með lítilli hækkun, en heildar vegalengdin er samt upp á tæplega 120 km! Farangurinn er trússaður á milli gististaðanna og því þarf aðeins léttan bakpoka fyrir nauðsynjar dagsins. Ef einhver þarf á að halda er sumsstaðar hægt að stytta dagleiðir með því að notast við almenningssamgöngur á svæðinu.

Leiðin sjálf er markmiðið, og þar sem þetta er á pílagrímaslóðum verður kíkt í kirkjur þar sem þær verða á leiðinni og svo náttúrulega notið bæði landslags og félagsskapar. Tekinn verður einn aukadagur í Salzburg og farið í gönguferð í leiðsögn heimamanns um helstu söguslóðir þessarar miklu menningarborgar. Þeim degi líkur síðan á sérstökum Mozart tónleika-kvöldverði í sal sem hæfir tilefninu.

Margrét fararstjóri er útskrifaður leiðsögumaður og djákni, og hefur stundað göngur og útivist allt sitt líf.

Mikið innifalið í verði ferðarinnar!

Verð frá 259.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.