RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA

HELSTU UPPLÝSINGAR

   8 dagar / 7 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   19. - 26. 2. 2022    Flug og flugvallaskattar
   Hámark 20    Fararstjóri: Helga María Heiðarsdóttir
   Morgunverðir      

 

KVENNAFERÐ TIL CORTINA D'AMPEZZO Á ÍTALÍU

Skíðaferð til eins af fjölbreyttari og betri skíðasvæðum Ítalíu; Cortina D‘Ampezzo í miðjum Dolomitafjöllunum, þar sem sólin skín uþb. 300 daga á ári og möguleikarnir fyrir flotta skíðadaga nánast óendanlegir! Skíðabrekkurnar í næsta nágrenni eru af ýmsum styrkleikum, en í ferðinni verður fyrst og fremst stefnt á „rauðar“ og „svartar“, en auk þess farið einn daginn aðeins vestar til þess að skíða hinn margfræga Sella Ronda hring – og svo er „Super 8“ í næsta nágrenni, svo af nógu verður að taka og hægt að skíða út í eitt alla 6 dagana.

Gisting og morgunverðir á flottu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hótel Europa í miðbæ Cortina, en kvöldverðir þar eða á öðrum veitingastöðum, sem nóg er af, víðs vegar i bænum.

6 daga Skíðapassi sem gildir á svæðinu öllu er innifalinn í verði ferðarinnar!

Helga María er menntaður land- og jöklafræðingur og er mikil útivistarkona, hún hefur leiðsagt ævintýraferðir á Íslandi og erlendis síðastliðin 12 ár. Hún hefur m.a. oft verið á skíðum í fjöllunum umhverfis Cortina og þekkir því vel til allra staðhátta.

Ferðaráætlun:

Dagur 1 – laugardagur, 19. febúar
Flug – akstur – hótel

Flogið með Icelandair kl. 08:00 til Salzburg, áætluð lending þar kl. 12:40 og þaðan er uþb. 4 klst. akstur suður yfir Alpana, inn í mið Dólómítafjöllin og á hótel Europa í Cortina D‘Ampezzo.

Dagur 2 - 7 – sunnudagur til föstudags, 20. - 25. febrúar
Skíði og skemmtun ...

Undir öruggri stjórn Helgu Maríu verður hver dagur nýtt ævintýri og skemmtilegar áskoranir, skotist með skíðarútum til þess að upplifa fjölbreytni svæðisins og þessa hrikalegu náttúrufegurð sem sem blasir við nær og fjær!

Skíðasvæðin í Cortina en þar segir m.a.:

Cortina d’Ampezzo is a paradise for snow sports enthusiasts. A location unrivalled by any other in the Alps, it offers a wide variety of slopes of every level of difficulty, catering to all age groups with something to please everyone. Cortina is part of the Dolomiti Superski area, the world’s largest skiing carousel that links 12 top skiing resorts: just one skipass gives you access to 450 lifts and 1220 kilometres of pistes and trails.

Vertical drop 1,715 mt: from 2,939 mt of Staunies on Mt Cristallo to 1,224mt at town level.101 downhill slopes for alpine skiing, for a total of 120 km. 34 gondulas: 6 cable cars - 26 chair lifts - 3 skilifts - for a capacity of about 59.000 persons per hour.

 

Upplýsingar um Sella Ronda hringinn

 

Dagur 8 – laugardagur, 26. febrúar
Heim á leið ...

Snemma dags verður ekið til flugvallarins, flugið heim er kl. 14:00

Smellið á rauða "Nánari upplýsingar"  hnappinn hér til hægri fyrir prentvæna útgáfu, upplýsingar um verð o.fl.

Verð frá 379.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA
RAUÐAR, SVARTAR OG SELLA RONDA

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.