SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI

HELSTU UPPLÝSINGAR

   8 dagar / 7 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   28.  1. -  4. 2. 2022    Flug og flugvallaskattar
   Lágmark 12    
Morgunverðir fylgja með bókuðum herbergjum, ekki íbúðum, en hægt að kaupa sérstaklega      

Skíðaferð til Serfaus í Austurríki

Mjög stórt og fjölbreytt svigskíðasvæði í Serfaus-Fiss-Ladis klasanum með brekkur af öllum erfiðleikastigum – og skíðagöngubrautir!

Og hvað viltu gera; Skíða út í eitt? Vera á snjóbretti? Eða viltu kannski brjóta upp dagskrána þína og vera hluta af dögunum – eða jafnvel allan tímann – á gönguskíðum? Eða fara í gönguferð á snjóþrúgum? Eða einfaldlega bara vera í rólegheitum, fara í gönguferðir og skoða nágrennið og stunda heilsulind hótelsins? Já eða bara góða blöndu af þessu öllu saman - ó nei, við áttum eftir að segja frá því að þetta er frábært fjölskyldusvæði líka!

Dvalið á Garni Alpenjuwel, mjög góðu fjögurra stjörnu hóteli í Serfaus.

Bærinn Serfaus er í rúmlega 1.400 m.y.s. og skíðasvæðið sjálft í um 2.000 til rúmlega 2.800 m.y.s. og talið mjög öruggt með snjó.

Flogið með Icelandair til Munchen og ekið þaðan í góðri rútu til hótelsins.

Allar nánari upplýsingar um verð á þeim gistimöguleikum sem í boði eru má sjá í skjali því sem opnast með því að smella á rauða "Nánari upplýsingar" hnappinn hér ofar til hægri.

FLESTAR MYNDIR Í ÞESSU SKJALI ERU AF HEIMASÍÐU GARNI ALPENJUWEL HÓTELSINS

Hér má sjá skíðaleiguna

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                               

Verð frá 249.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI
SERFAUS OG HOTEL GARNI ALPENJUWEL - AUSTURRÍKI

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.