STAFGÖNGUNÁMSKEIÐ Í HÚSAFELLI

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   5 dagar / 4 nætur    Á eigin vegum
   10.- 14. 6. 2020  Fararstjóri: Halldór Hreinsson
   Lágm. 10                     
   Hálft fæði    
 
NÁNAR UM FERÐINA

 

Stafgöngur – eru ein hollasta hreyfing sem hægt er að fá, og með því að ná góðum tökum á henni er hægt að nýta hana sem gott hjálpartæki fyrir hvern sem er við alla líkamsrækt, en hún hefur einnig reynst frábær við að hraða endurbata hjá fólki eftir brjóstnám vegna krabbameina og eins hjá þeim sem eiga við stoðkerfisvandamál í baki eða fótum að stríða, en líka mjög góð fyrir þau sem eru í ofþyngd.

Húsafell – Höfðingjasetur að fornu og nýju og þar hefur um árabil verið rekin öflug og myndarleg ferðaþjónusta.

Náttúrufegurð og veðursæld laða til sín stóran hóp ferðamanna ár hvert. Hraun, kjarr, jöklar og tignarlegur fjallahringur skapa fallega umgjörð og þarna í uppsveitum Borgarfjarðar er stutt í margar nátturuperlur sem vert er að skoða.

Stutt er í eina af nýjungum í þjónustu Húsafellsbænda – Giljaböðin – og þangað verður farið einn daginn, einnig verður farið í Víðgelmi, stærsta þekkta hraunhelli á Íslandi, svo dagskráin verður mjög fjölbreitt!

Fararstjórinn velur gönguleiðir í takt við námskeiðið, aðstæður og getu hópsins og möguleikarnir eru nánast óþrjótandi!

Gisting, morgun- og kvöldverðir á hinu nýja og glæsilega hótel Húsafell, flottu 3*** hóteli sem er enn ein rós í hnappagat flottrar aðstöðu á svæðinu.

Aðgangur að sundlaug staðarins er innifalin í gistingunni og frábært að fara þangað seinnipartinn eftir góðan göngudag.

Verð frá 109.900 kr

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
STAFGÖNGUNÁMSKEIÐ Í HÚSAFELLI
STAFGÖNGUNÁMSKEIÐ Í HÚSAFELLI
STAFGÖNGUNÁMSKEIÐ Í HÚSAFELLI

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.