STRANDATÖFRAR

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   3 dagar / 2 nætur    Á eigin vegum til Djúpavíkur
   24. - 26. 6. 2022  Fararstjóri: Örvar Aðalsteinsson
   Lágm. 6/ Hám. 12    Trúss og aðstoð:
   Fullt fæði    Þóra Björk Hjartardóttir
 
NEYTTU OG NJÓTTU Á STRÖNDUM
 
​Þriggja daga ferð þar sem hjólað verður með strandlengjunni norður frá Djúpavík og alla leið í Ófeigsfjörð, þar sem vegurinn endar. Verið í nánd við sjófugla, eins og æðarfugl og skarf, og líklegt að rekast á seli. Þangvaxnar fjörur eru víða og sumar þaktar rekaviði. Landslag fjalla og fjarða er stórbrotið og áhrifaríkt. Markverðir staðir skoðaðir og farið í stuttar göngur frá hjólaleiðinni.
Hjólað á góðum malarvegum og greiðfærum jeppaslóða, gengið á fallega útsýnisstaði og siglt frá Ófeigsfirði til Norðurfjarðar. Farangur fluttur í bíl/kerru milli Djúpavíkur og gististaðar í Norðurfirði í upphafi og lok ferðar. Áhersla á að njóta en ekki þjóta! Þessi ferð er fyrir þá sem vilja njóta náttúru og umhverfis í hjólaferð, á hæfilegum hraða og án mikilla torleiða. Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið hjól til þess að nota í ferðinni. Nauðsynlegt er að vera á góðu fjallahjóli eða ferðahjóli – ath. að þetta er kjörið líka fyrir ferða- eða fjallahjól með rafmótorsstuðningi (rafhjól). Gisting í herbergjum með uppbúnum rúmum og sér baðherbergjum á gistiheimilinu Urðartindi í Norðurfirði.

Búnaðarlisti:

  • Gott fjallahjól eða ferðahjól (má vera rafhjól)
  • 1-2 auka slöngur og loftdæla
  • Hjálmur – algjört skilyrði fyrir þátttöku!
  • Öryggisvesti og/eða fatnaður í áberandi litum
  • Fatnaður í takt við veðurspár og veðurútlit
  • Nettur bakpoki fyrir nesti og flíkur / ef bögglaberi er á hjóli, þá taska með öruggri festingu
  • Vatnsbrúsi, nestisbox og hitabrúsi
  • Sjúkragögn og persónuleg lyf
 
Smellið á rauða "Nánari upplýsingar"  hnappinn hér ofar til hægri fyrir prentvæna útgáfu o.fl. upplýsingar um ferðina.

 

Verð frá 134.900 kr

Staðfestingargjald 40.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR
STRANDATÖFRAR

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.