Erfiðleikastig hjólaleiðarinnar |
1 - 5 |
Bratt
|
3 |
Langt |
5 |
Fegurð (?) |
4
|
ALBANÍA
- Albanía er lítið land á vesturhluta Balkanskagans og á landamæri að Svartfjallalandi, Kósóvó, Norður-Makedóníu og Grikklandi auk þess sem vesturhluti þess liggur að Adríahafinu og suðvesturhlutinn að Jónahafinu
- Opinbert nafn er lýðveldið Albanía, flatarmál er 28.748 km2 og íbúar nærri 2,9 milljónir. Höfuðborgin heitir Tirana
- ¾ hlutar landsins eru fjöll og hæðir sem liggja í meira en 200 m.y.s.
- U.þ.b. 60% landsmanna eru múslímar, kristnir u.þ.b. 17% og restin aðhyllist önnur trúarbrögð eða eru óskilgreind
- Á nærri 40 ára valdatíma kommúnistastjórna var landið mjög einangrað og ferðamenn nánast engir, en eftir fall þeirra stjórna snerist blaðið við og nú er koma þeirra mæld í milljónum á ári
- Fjölbreytt landslag, veðurfar og vatnasvið skapa kjör aðstæður fyrir mikla fjölbreytni í gróðurfari og dýralífi
- Gamlir og nýjir tímar mætast í miklum andstæðum, m.a. í mannlífi, húsakosti og farartækjum
Og nú stendur mikið til!
Í byrjun maí ætlum við að fara á rafhjólum í prufukeyrsluferð um suðurhluta Albaníu til þess að átta okkur á staðháttum og undirbúa að hafa slíkar ferðir á dagskrá næstu árin!
Flogið verður til Tirana og gist þar fyrstu nóttina, en síðan hjólað á sjö dögum um fallegt og fjölbreytt landslag, m.a. að Ohrid, einu elsta stöðuvatni á jörðinni; yfir Pindus fjallgarðinn sem er í raun framlenging af Dinarísku Ölpunum sem eru um nánast allan vesturhluta Balkanskagans; meðfram Vjosa ánni sem er eitt örfárra ósnortinna vatnsfalla í Evrópu, en með hjálp, m.a. frá Patagonia útivistarmerkinu, hefur verið gerður verndarsáttmáli um bann við virkjunum í ánni; borgina Gjirokastër með ótalmargar fallegar byggingar, og elsti hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO; á leiðinni til strandar blasir við annars vegar Jónahafið sjálft, en einnig Gríska eyjan Korfú; meðfram klettóttri strönd Jónahafsins þar sem tekinn verður einn frídagur til þess að slappa af og njóta sólar og sælu – og að sjálfsögðu verður aðeins kíkt á Tirana, höfuðborgina sjálfa!
MJÖG MIKIÐ INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐARINNAR! - PRUFUKEYRSLUVERÐ KR. 490.000 Í STAÐ 529.900!
Smellið á Nánari upplýsingar hér ofar til hægri til að sjá nánar dagskrá ferðarinnar, verð o.fl.
Ferðin er unnin í samstarfi við ferðaskrifstofuna Zbulo í Albaníu og nánast allar myndirnar eru þaðan og birtar með leyfi frá þeim!