TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI

HELSTU UPPLÝSINGAR
  4 dagar /3 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
  7.  - 10. 4. 2022   Flug og flugvallaskattar
  Hámark 60   Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir
  Hálft fæði *  

 

TERVETULOA - VELKOMIN TIL HELSINKI

Helsinki, höfuðborg Finnlands, er áhugaverð heim að sækja. Hún stendur við norðanverðan Finnska flóa og er stærsta og fjölmennasta borg landsins með rúmlega 656 þúsund íbúa. Auk þess að vera nyrsta höfuðborg aðildarríkja ESB og þriðja stærsta borg Norðurlanda, er hún miðstöð stjórnmála, menntunar og menningar í landinu og þar ríkir almenn velmegun – og hún er talin brautryðjandi í umhverfismálum!

Ótalmargt áhugavert er að sjá og skoða í borginni, og seinnipart komudags verður farið í stutta gönguferð um nánasta umhverfi hótelsins með íslenska fararstjóranum, og að sjálfsögðu er hverjum og einum þátttakanda í ferðinni í sjálfsvald sett hvort hann vill fara um og upplifa hana á eigin forsendum. Af ýmsu áhugaverðu er að taka; kirkjur og aðrar trúarlegar byggingar, garðar, minnismerki, markaðir og verslunarsvæði o.s.frv.

__________________________________________________________________________________________________

Í boði eru tvær flottar skoðunarferðir – báðar eru þær valkvæðar og ekki innifaldar í verði ferðarinnar, en bóka þarf og greiða þátttökugjald í þeim við skráningu í ferðina:

Föstudaginn 8. apríl

Uþb. 5 klst. skoðunarferð í rútu, með ferju og gangandi, þar sem farið verður um, að og inn í nokkrar af helstu byggingum, minnismerkjum og áhugaverðum og söguríkum stöðum borgarinnar, auk þess sem farið verður með ferju stutta leið yfir til Suomenlilla, en þar verða skoðuð virki og byggð sem eru á heimsminjaskrá UNESCO! Verð 21.900

Laugardaginn 9. apríl

Dagsferð (uþb. 12 klst.) til Tallinn, höfuðborgar Eistlands, sem er sunnan megin Finnska flóa og í aðeins 2 klst. fjarlægð með ferju.  Farið verður með rútu og gangandi um miðbæ borgarinnar og þar er ýmislegt áhugavert að sjá! Verð 29.900

Afsláttarverð ef bókað er í báðar skoðunarferðirnar - samtals kr. 47.900

__________________________________________________________________________________________________

Dvalið verður í þrjár nætur á Radisson Blu hotel Plaza, flottu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Helsinki. Innifalið í dvölinni eru morgunverðir alla morgnana og þriggja rétta kvöldverðir á fimmmtudeginum og föstudeginum.

__________________________________________________________________________________________________

Hálft fæði * - kvöldverðir fimmtudags- og föstudagskvöld, ekki laugardagskvöld

Smellið á "Nánari upplýsingar" hér ofar til hægri til þess að lesa nánar um ferðina: dagskrá, verð o.fl.

Verð frá 139.900 kr

Staðfestingargjald 50.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI
TERVETULOA - HELGARFERÐ TIL HELSINKI