GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   15 dagar / 14 nætur    Allur aks ur skv. dagskrá
   26. 6. - 10. 7. 2019    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 8 / hám. 14    Fararstjórar: Melkorka Jónsdóttir
   Hálft fæði                            Kjartan Long
 
 
NÁNAR UM FERÐINA

Mont Blanc (Mont Blanc á frönsku / Monte Bianco á ítölsku / Hvíta fjallið á íslensku) er hluti af Graian Ölpunum og er hæsta fjallið þar, og um leið hæsti tindur vestur- Evrópu (4810m). Þessi mikli fjallgarður kallar árlega til sín tugþúsundir fólks sem upplifir frelsi og fegurð fjallanna við útivist af ýmsum toga og á öllum árstímum.

Umhverfis Mont Blanc og hans helstu nágranna fjöll, sem flest eru vel yfir 3000m á hæð, liggur ein allra vinsælasta gönguleið Evrópu; Tour du Mont Blanc - TMB. Farið er á nokkrum dögum um fjallaskörð og djúpa dali á vel merktum stígum, þar sem á hverjum degi blasa við tignarlegir tindar og önnur hrikaleg náttúrufegurð.

 Erfiðleikastig dagleiðanna er miðlungs til frekar erfitt og ferðin hentar flestu vönu göngufólki. Þó ber að hafa í huga að þeim sem eru mjög viðkvæmir fyrir lofthræðslu er síður ráðlagt að koma með í þessa ferð! Athuga ber að þetta er ekki „trúss“ ferð; þátttakendur bera farangur sinn sjálfir á milli gististaða og hámarksþyngd bakpoka verður takmörkuð við 7 kg.! Gist verður á hótelum, gistihúsum og fjallaskálum, eftir því hvar verið er hverju sinni, og allt frá eins til tveggja manna hótelherbergjum með uppbúnum rúmum yfir í rúmstæði í kojum þar sem eingöngu eru lak og teppi, og þá verið í smærri eða stærri herbergjum eða í sal þar sem að allur hópurinn gistir saman.

Verð frá 369.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC
GENGIÐ UMHVERFIS MONT BLANC

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.