UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   2 dagar / 2 nætur    Á eigin vegum
   1. - 3. 10. 2021  Fararstjóri: 
   Lágm. 6/ Hám. 10    Brandur Jón H. Guðjónsson         
   Fullt fæði    
 
NÁNAR UM FERÐINA
 
Þeir eru orðnir nokkrir hóparnar sem Brandur Jón er búinn að fara með um og umhverfis hluta af Eldhraununum í Vestur- Skaftafellssýslu bæði 2020 og nú í ár, og enn stefnir hann þangað, og nú á fyrstu dögum október - "þar sem sérstakt landslagið og sögur úr fortíð og nútíð spinna saman skemmtilega umgjörð og ánægjulega upplifun".
 
Einar mestu hörmungar sem yfir íslenska þjóð hafa gengið voru Skaftáreldarnir (júní 1783 - febrúar 1784) og allt sem þeim fylgdi. Hjólað verður á laugardegi og sunnudegi um og umhverfis hluta af þeim hraunum sem þá runnu í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og eru í dag kölluð Eldhraun og Brunahraun og ýmislegt úr sögu svæðisins rifjað upp. Hvor hjólaleið er að mestu tiltölulega sléttlend, en vissulega verður undirlagið mis gróft; bundið slitlag í minnihluta, að hluta til almennir "sveitavegir" en þó aðallega mis grófir jeppaslóðar, sumir þeirra í gegnum hraun og lausan sand og því á köflum þungt og seinfarið. Á einstaka stað óbrúaðir lækir. Áhersla á að njóta en ekki þjóta!

Ferðin hentar öllu þokkalega vönu hjólafólki, en aðstæður eru á köflum frekar krefjandi fyrri daginn, og reyna talsvert á færni og úthald þátttakenda, svo sú dagleið tekur talsvert lengri tíma en kílómetrafjöldinn segir til um. Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið hjól til þess að nota í ferðinni – framdempandi eða fulldempandi fjallahjól á breiðum og grófum dekkjum eru skilyrði – ath. að þetta er kjörið líka fyrir fjallahjól með rafmótorsstuðningi (rafhjól). 

Dagskrá:

Föstudagurinn 1. október – mæting á Hótel Klaustur seinnipart dags, kvöldverður og gisting
Laugardagurinn 2. október – Ekið með hjólin að afleggjaranum að Botnum í Meðallandi og þaðan hjólað um mis hrjóstrugt undirlendið um og með hrauntungu Eldhraunsins austur á þjóðveg (Meðallandsvegur 204). Eftir bundnu slitlagi upp í Landbrot og síðan eftir fáförnum jeppaslóða upp á Kirkjubæjarklaustur (u.þ.b. 50 km) – kvöldverður og gisting
Sunnudagurinn 3. október – Ekið að Orustuhól og síðan hjólað um og umhverfis hluta af Eystra-Eldhrauni/Brunahrauni (u.þ.b. 20 km) og síðan ekið að Klaustri aftur. Þangað komin verður farið í stutta sögugöngu um þorpið, og eftir góða sturtu og kveðjumáltíð ferðarinnar verður útskráning af hótelinu.  

Þessi ferð er unnin í samstarfi við Hótel Klaustur og það er mikið innifalið í dvölinni þar, auk frábærrar þjónustu:
  • Gisting í tvær nætur
  • Morgunverðir
  • Nesti fyrir báða hjóladagana
  • Tveggja rétta kvöldverður á föstudagskvöldið
  • Þriggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldið
  • Létt kveðjumáltíð í lok dagskrár á sunnudeginum
  • Útskráning af herbergjum eftir að dagskránni lýkur á sunnudeginum

Smellið á rauða "Nánari upplýsingar" hér til hægri til þess að sjá prentvæna útgáfu, verð o.fl.

 

Verð frá 79.900 kr

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER
UM ELDHRAUNIN Í OKTÓBER