Hvor hjólaleið er u.þ.b. 45 km - að mestu tiltölulega sléttlent, en vissulega verður undirlagið mis gróft - bundið slitlag í miklum minnihluta, að hluta til almennir "sveitavegir" en þó aðallega mis grófir jeppaslóðar, sumir þeirra í gegnum hraun. Á einstaka stað óbrúaðir lækir - áhersla á að njóta en ekki þjóta.
Ferðin hentar öllu þokkalega vönu hjólafólki. Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið hjól til þess að nota í ferðinni – framdempandi eða fulldempandi fjallahjól á grófum dekkjum – ath. að þetta er kjörið líka fyrir fjallahjól með rafmótorsstuðningi (rafhjól)