ELDHRAUNIN #1

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   2 dagar / 2 nætur    Á eigin vegum
   30.4.- 2.5.2021  Fararstjóri: 
   Lágm. 6/ Hám. 10    Brandur Jón H. Guðjónsson         
   Fullt fæði    
 
NÁNAR UM FERÐINA
 
Einar mestu hörmungar sem yfir íslenska þjóð hafa gengið voru Skaftáreldarnir (júní 1783 - febrúar 1784) og allt sem þeim fylgdi. Hjólað verður á laugardegi og sunnudegi um og umhverfis hluta af þeim hraunum sem þá runnu í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og eru í dag kölluð Eldhraun og Brunahraun og ýmislegt úr sögu svæðisins rifjað upp.

Hvor hjólaleið er u.þ.b. 45 km - að mestu tiltölulega sléttlent, en vissulega verður undirlagið mis gróft - bundið slitlag í miklum minnihluta, að hluta til almennir "sveitavegir" en þó aðallega mis grófir jeppaslóðar, sumir þeirra í gegnum hraun. Á einstaka stað óbrúaðir lækir - áhersla á að njóta en ekki þjóta. 

Ferðin hentar öllu þokkalega vönu hjólafólki. Hver og einn þátttakandi kemur með sitt eigið hjól til þess að nota í ferðinni – framdempandi eða fulldempandi fjallahjól á grófum dekkjum – ath. að þetta er kjörið líka fyrir fjallahjól með rafmótorsstuðningi (rafhjól)

  • Gisting í tvær nætur
  • Morgunverðir
  • Nesti fyrir báða hjóladagana
  • Tveggja rétta kvöldverður á föstudagskvöldið
  • Þriggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldið
  • Útskráning af herbergjum eftir að dagskránni lýkur á sunnudeginum
  • Létt kveðjumáltíð í lok dagskrár á sunnudeginum

Verð frá 54.900 kr

Staðfestingargjald 15.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
ELDHRAUNIN #1
ELDHRAUNIN #1
ELDHRAUNIN #1
ELDHRAUNIN #1
ELDHRAUNIN #1
ELDHRAUNIN #1
ELDHRAUNIN #1

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.