TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   9 dagar / 8 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   16. - 24. 9. 2022    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 10 / hám. 15    Fararstjóri: 
   Fullt fæði*      Helga María Heiðarsdóttir
 
GÖNGUFERÐU UM JÚLÍÖNSKU ALPANA Í SLÓVENÍU
Slóvenía er nyrsta og „vestrænasta“ land fyrrum Júgóslavíu og er talin vera ein af leyndu perlum Evrópu - oft kölluð litla, fallega og friðsæla landið sólarmegin í Ölpunum. Gengið verður um stórkostlega fjallasali og dali Triglav þjóðgarðsins, en Triglav er hæsta fjall Slóveníu og miðpunktur og krúnudjásn Júlíönsku Alpanna. Ekki verður gengið á sjálfan tind fjallsins, en útsýnið sem bíður göngufólks er stórkostlegt og enginn mun nokkurn tímann gleyma tignarlegum fjallatindum, grónum hlíðum og bláum vötnum svæðisins.

Þarna verða lungun fyllt af fersku fjallalofti er gengið verður frá Kranjska Gora í norðri eftir góðum stígum um fjallaskörð og gróna dali suður til Tolmin, eftir því sem margir telja að sé ein fallegasta gönguleiðin í Evrópu. Á göngunni má sjá hvassbrýnda kalksteinstinda, hrikalega hamraveggi, mikinn gróður, blátærar ár og vötn. Meðalgöngudagur er um 5 - 7 klst og hækkun frá 200 -1000 metrar. Hæsti tindur sem gengið verður á er Mt. Krn (2244 m) en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir stóran hluta þjóðgarðsins.

Í upphafi og enda ferðar verður gist á hótelum en í göngunni sjálfri verður gist í fjallaskálum. Morgun- og kvöldverðir eru á gististöðum og nestispakkar eru innifaldir í verði. Farangur verður borinn á bakinu, bakpoki með því nauðsynlegasta verður þó ekki þungur (helst ekki þyngri en 7 kg), og þar sem gist verpur í skálum, þar sem eru teppi og lín á rúmum, þarf því aðeins að taka með sér lakpoka ásamt auka fatnaði. Veðurfar í Slóveníu á þessum árstíma er gott til útivistar - þokkalega hlýtt, en þó má allaf búast við vætu í fjalllendi og regnheldar flíkur verða því að vera á búnaðarlistanum.

Þessi ferð er miðlungs erfið og fólk þarf að vera í stakk búið til þess að ganga 6 daga í röð með 7-8 kg á bakinu. Lengsti göngudagurinn er með um 7 klst. göngutíma og með 1000 metratær hækkun / 2000 metra lækkun og sá stysti er um 5 klst göngutími með 200 metra hækkun / 500 metra lækkun. Heildarvegalengd er um 70 km og 3500 metra hækkun. Hæsti tindur ferðarinnar er Mt Krn 2244 m y.s. og hefur hann, og reyndar svæðið allt, að geyma sögur frá fyrri heimstyrjöldinni. Þetta er „njóta en ekki þjóta“ ferð og snýst um að upplifa svæðið um leið og gengið er, stoppa til að taka myndir og njóta þess að vera í góðum félagsskap.

Hægt að láta flytja tösku með auka búnað (ferðafötin o.þ.h.) frá upphafsstað göngu á lokastað. Allan farangur sem nota á í göngunni sjálfri þarf að bera á bakinu (um 7 kg).

Fullt fæði* - Allur matur frá morgunmat á degi 2 og til morgunmats á degi 8 er innifalinn í verði (morgun- og kvöldverður ásamt nestispakka), en eingöngu morgunverðir á hótelunum

Verð frá 344.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU
TRIGLAV ÞJÓÐGARÐURINN Í SLÓVENÍU

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.