NJÓTTU ÞÍN Í NEUKIRCHEN

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
      8 dagar / 7 nætur
     26. 1. - 2. 2. 2019   
      Lágm. 12 / hám. 25
      Hálft fæði
     Ferðir til og frá flugvelli
     Flug og flugvallaskattar
     Fararstjóri: Helmut Maier
 
 
NÁNAR UM FERÐINA

Við gætum allt eins kallað þessa ferð „Helmut á heimavelli“ því að okkar góði fararstjóri er frá Neukirchen og þó að hann hafi búið á Íslandi í áratugi þá þekkir hann samt hverja þúfu og hvern skafl á svæðinu og gerir þetta að frábærri skíðaferð! Helmut er mikill skíðamaður og hefur m.a. keppt á skíðum hér heima og erlendis og verið landsliðsþjálfari Íslands.

Síðasta ferð fékk lofsamlega umfjöllun, þið getið séð nánar um það hér.

Helmut fylgir hópnum upp á Wildkogel sem er flott skíðasvæði sem að býður upp á gott skíðafrí fyrir hvern sem er!

Hefðbundin svigskíðun er auðvitað í forgrunni, en svo eru líka mjög flottar gönguskíðabrautir á svæðinu; hægt að leigja fjallaskíðabúnað einn dag eða tvo og bæta nokkrum toppum í safnið; fara með skíðastrætó yfir á næstu svæði o.s.frv. - að ógleymdri glæsilegri upplýstri 14 km langri sleðabraut, þeirri lengstu í heimi, svo þar er hægt að upplifa frábæra kvöldskemmtun!

Og svo þekkir Helmut auðvitað ýmsa áhugaverða staði aðra sem að hægt er að skreppa til; frábært safn og sýningar um svæðið og Hohe Tauern þjóðgarðinn í Mittersill, bæjarferð og/eða skíðun í og við Zell am See o.fl. o.fl.

Verð frá 239.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
NJÓTTU ÞÍN Í NEUKIRCHEN
NJÓTTU ÞÍN Í NEUKIRCHEN
NJÓTTU ÞÍN Í NEUKIRCHEN
NJÓTTU ÞÍN Í NEUKIRCHEN
NJÓTTU ÞÍN Í NEUKIRCHEN

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Aævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Aævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.