SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
      6 dagar / 5 nætur
     12. - 17. 2. 2019   
      Lágm. 12 / hám. 18
      Hálft fæði
     Ferðir til og frá flugvelli
     Flug og flugvallaskattar
     Fararstjórar:   
            Aður K. Ebenezersdóttir    
            Óskar Jakobsson

 

Þriðja árið í röð býður ferðaskrifstofan Íslandsvinir upp á skíðagöngunámskeið í Tékklandi með þeim Auði og Óskari, og nú á nýjum og enn betri stað til gönguskíðunar – í nágrenni Bedrichov sem er í Jizera fjöllunum í norðurhluta Tékklands.

Þátttakendur í þessum námskeiðum hafa verið mjög ánægðir með útkomuna og fundist þetta frábær leið til þess að ná góðum tökum á skíðagöngunni á skömmum tíma:

"Frábær og stórkostleg ferð í alla staði, toppar allt sem ég hef farið í =||= Allt upp á 10! Frábær ferð i alla staði, mæli með þessu við alla sem ég hitti =||= Þetta var mjög góð ferð og kennararnir frábærir og jákvæðir, takk fyrir mig! =||= Kennararnir voru mjög góðir, kunna sitt fag augljóslega og komu til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga í hópnum."

Ertu að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn eða lengra komin(n) í skíðagöngunni en langar í æfingaferð með reyndum skíðaþjálfurum til þess að fullkomna stílinn? Eða viltu einfaldlega komast „út“ í skemmtilega skíðagönguferð?

Hvað af þessu sem er, þá ætti þessi ferð að henta þér!

Í Bedrichov er mjög góð aðstaða til skíðagöngu og þar er m.a. árlega haldin stór alþjóðleg skíðagöngukeppni - Jizerska 50 - sem er hluti af Worldloppet keppnunum (eins og Fossavatnsgangan á Ísafirði). Þorpið sjálft er í 707 m.y.s., en göngubrautirnar eru upp í allt að uþb. 1.000 m.y.s.

Allar næturnar verður dvalið á Clarion Grandhotel Zlatý Lev**** í borginni Liberec góðu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hóteli sem er einungis í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Bedrichov. 

 

Verð frá 209.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Aævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Aævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.