AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   8 dagar / 7 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   21. - 28. 9. 2021    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 12 / hám. 20    Fararstjóri: Óskar Jakobsson
   Hálft fæði     
 
NÁNAR UM FERÐINA

Austurríki; bara nafnið eitt tengir huga fólks við útivist af ýmsum toga, og það á svo sannarlega við í þessari ferð til fjallbæjarins St. Michael í Lungau, sem er eitt af nágrannahéruðum Salzburg. Og þarna, á náttúru- og menningarverndarsvæði UNESCO, ætlar Óskar að fara um með hópinn fyrst og fremst hlaupandi, en einnig gangandi – og jafnvel hjólandi – vítt og breytt og út og suður, til þess að upplifa og njóta þessarar dásamlegu náttúrufegurðar sem við blasir, hvert sem litið er! St. Michael er í um 1.075 m.y.s., lítill og snotur bær í Salzburgar Ölpunum, með uþb. 3.500 íbúa, en búseta hefur verið á þessu svæði í árþúsundir. Og þarna í fögrum fjallasölum verða lungun fyllt af fersku, svölu og hressandi fjallalofti og ýmsir stígar þræddir til þess að skoða sig um og í einhverjum tilfellum notast við kláfa til þess að fara á milli svæða. Gisting, morgun- og kvöldverðir á litlu og snotru þriggja stjörnu hótel Speiereck í St. Michael.

Óskar Jakobsson er bæði hlaupaþjálfari og skíðagöngukennari og hefur komið ótal mörgum íslendingum „á sporið“ í gegnum árin og sjálfur hefur hann tekið þátt í mörgum götu- og fjallahlaupum, auk þess að hafa keppt í skíðagöngu bæði innanlands og utan.

Ferðaráætlun:

Dagur 1 – þriðjudagur, 21. september
Flug – akstur – St. Michael
Flogið með Icelandair kl. 07:20 til Munchen, áætluð lending þar kl. 13:05 og við tekur u.þ.b. 3 klst. akstur til St. Michael

Dagur 2 - 7 – miðvikudagur til mánudags, 22. - 27. september
Hlaupið – gengið – hjólað – hvílt ...
Þetta er ekki flókið, dagarnir verða nýttir til hverskonar útiveru og upplifunar vítt og breytt um svæðið – en það  verður líka gefinn tími til þess að slappa aðeins af, tylla sér á góðan stað og fá sér hressingu á dagleiðunum, og svo verður tekinn einn hvíldardagur.

Dagur 8 – þriðjudagur, 28. september
Heim á leið
Eftir góða næringu við morgunverðarborðið árla morguns verður ekið yfir til flugvallarins, flugið heim er kl. 14:05

Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum!

Smellið á "Nánari upplýsingar" hér til hægri fyrir prentvæna útgáfu og nánari upplýsingar um ferðina.

Verð frá 249.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.