AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   5 dagar / 4 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   25. - 29. 5. 2022    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 12 / hám. 20    Fararstjóri: Óskar Jakobsson
   Hálft fæði     
 
Stutt en snörp æfingaferð til Lungau 

Austurríki; bara nafnið eitt tengir huga fólks við útivist af ýmsum toga, og það á svo sannarlega við í þessari ferð til fjallabæjarins St. Michael í Lungau, sem er eitt af nágrannahéruðum Salzburg. Og þarna, á náttúruverndarsvæði UNESCO, ætlar Óskar að fara um með hópinn fyrst og fremst hlaupandi, vítt og breytt og út og suður, til þess að upplifa og njóta þessarar dásamlegu náttúrufegurðar sem við blasir, hvert sem litið er! Frábær upphitunarferð fyrir hlaup sumarsins!

St. Michael er í um 1.075 m.y.s., lítill og snotur bær í Salzburgar Ölpunum, með uþb. 3.500 íbúa, og þarna, í fögrum fjallasölum verða lungun fyllt af fersku, svölu og hressandi fjallalofti og ýmsir stígar þræddir til þess að skoða sig um og í einhverjum tilfellum jafnvel notast við kláfa til þess að fara á milli svæða.

Gisting, morgun- og kvöldverðir á litlu og snotru þriggja stjörnu hótel Speiereck í St. Michael

Óskar Jakobsson er bæði hlaupaþjálfari og skíðagöngukennari og hefur komið ótal mörgum íslendingum „á sporið“ í gegnum árin og sjálfur hefur hann tekið þátt í mörgum götu- og fjallahlaupum, auk þess að hafa keppt í skíðagöngu bæði innanlands og utan.

Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum!

Smellið á "Nánari upplýsingar" hér til hægri fyrir prentvæna útgáfu og nánari upplýsingar um ferðina.

Verð frá 239.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS
AUSTURRÍKI - Á HLAUPUM MEÐ ÓSKARI JAKOBS

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.