BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  9 dagar / 8 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
 14. -  22. 8. 2024   Flug og flugvallaskattar
 Lágm. 12 / hám. 25   Fararstjóri: Guðmundur Gunnlaugsson
 Hálft fæði
 
 
 
 
HJÓLA-, GÖNGU- OG SKOÐUNARFERÐ UM MOSELDALINN Í ÞÝSKALANDI!

 

Áin Mosel á upptök sín í Frakklandi og rennur til norður uns hún sameinast Rín við borgina Koblenz í Þýskalandi. Mosel dalurinn, við ána kenndur, er í Frakklandi, Lúxemborg og Þýskalandi. Ferðamannaiðnaðurinn blómstrar í dalnum og kemur þar margt til; náttúrufegurð, vinaleg þorp og bæir á árbakkanum, kastalar víðsvegar á hæðum, vínviður uppum allar brekkur, sigling á ánni, góðir hjólastígar og gönguleiðir – og svo léttvínin og matargerðin!

Dagskrá ferðarinnar er mjög fjölbreytt og samanstendur af hjóla- og gönguferðum, og einn daginn verður farið í rútuferð til Lúxemborg með viðkomu í borginni Trier á heimleiðinni.

Bækistöð hópsins verður á hinu „íslenska“ Gasthaus Burkard, þar verður gist og snæddir morgun- og kvöldverðir og þaðan farið í ferðir í ýmsar áttir, hjólandi, gangandi og akandi. Ef þörf er á verður einnig gist á Gasthaus Huwer en allar máltíðir verða sameiginlegar á Burkard.

Gasthaus Burkard er í Berkastel-Kues, snotrum 7.000 manna bæ, dæmigerðum fyrir svæðið, með falleg hús, góða veitingastaði, vínrækt, og kastala á hæð fyrir ofan.



 


 

 

 

Verð frá 349.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ

 

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.