BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  9 dagar / 8 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
 14. -  22. 8. 2024   Flug og flugvallaskattar
 Lágm. 12 / hám. 25   Fararstjóri: Guðmundur Gunnlaugsson
 Hálft fæði
 
 
 
 
HJÓLA-, GÖNGU- OG SKOÐUNARFERÐ UM MOSELDALINN Í ÞÝSKALANDI!

 

Áin Mosel á upptök sín í Frakklandi og rennur til norður uns hún sameinast Rín við borgina Koblenz í Þýskalandi. Mosel dalurinn, við ána kenndur, er í Frakklandi, Lúxemborg og Þýskalandi. Ferðamannaiðnaðurinn blómstrar í dalnum og kemur þar margt til; náttúrufegurð, vinaleg þorp og bæir á árbakkanum, kastalar víðsvegar á hæðum, vínviður uppum allar brekkur, sigling á ánni, góðir hjólastígar og gönguleiðir – og svo léttvínin og matargerðin!

Dagskrá ferðarinnar er mjög fjölbreytt og samanstendur af hjóla- og gönguferðum, og einn daginn verður farið í rútuferð til Lúxemborg með viðkomu í borginni Trier á heimleiðinni.

Bækistöð hópsins verður á hinu „íslenska“ Gasthaus Burkard, þar verður gist og snæddir morgun- og kvöldverðir og þaðan farið í ferðir í ýmsar áttir, hjólandi, gangandi og akandi. Ef þörf er á verður einnig gist á Gasthaus Huwer en allar máltíðir verða sameiginlegar á Burkard.

Gasthaus Burkard er í Berkastel-Kues, snotrum 7.000 manna bæ, dæmigerðum fyrir svæðið, með falleg hús, góða veitingastaði, vínrækt, og kastala á hæð fyrir ofan. 


 

 

 

Verð frá 349.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ
BERNKASTEL-KUES OG MOSELDALURINN - ÚTIVISTARFERÐ

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.