Bled og nágrenni í Slóveníu

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
    9 dagar / 8 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
  22. - 30. 8. 2020   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 12 / hám. 18   Fararstjórar: Brandur Jón Guðjónsson
  Hálft fæði                           Robert Ciglar

 

NÁNAR UM FERÐINA

Bled vatnið er mest sótti ferðamannastaður Slóveníu og ekki að undra; náttúrufegurð nær og fjær, veðursæld og snyrtilegt umhverfi búa saman til ógleymanlega upplifun!

Í þessari ferð verður dvalið á góðu, ný uppgerðu og flottu fjögurra stjörnu hóteli, Rikli Balance ****S hótel, mjög vel staðsettu í bænum Bled. Öll herbergi þessa hóps eru með útsýni út á vatnið, sem er sannkallað „póstkorta-landslag“!

Þrennt er það sem að einkennir Bled svæðið öðru fremur, fyrir utan auðvitað vatnið sjálft OG allt hitt:

Litla eyjan sem að gaman er að koma til, en þangað er ferðamönnum eingöngu fært með því að fara með sérstökum handrónum bátum, kölluðum „pletnas“.
Bled kastalinn sem stendur á litlum höfða uþb. 100 m fyrir ofan vatnið.
Hin víðfræga og gómsæta Bled-kaka „Kremsnita“ sem hefur verið bökuð óbreytt í 65 ár og er seld í hundruða þúsunda vís árlega er hverrar hitaeiningar virði!

Þó að þetta sé fyrst og fremst hugsað sem létt hjólaferð verður líka aðeins gengið um líka, en auk þess verður tími til þess að slaka á og skoða sig um í Bled. Og svo verða tvær flottar dagsferðir; rútuferð um falleg svæði á miðvikudeginum, og á föstudeginum verður svo farið til Postojna til þess að skoða eina frægustu dropasteinshella í heimi og í borgarskoðun í Ljubljana.

 

 

Verð frá

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
Bled og nágrenni í Slóveníu
Bled og nágrenni í Slóveníu
Bled og nágrenni í Slóveníu
Bled og nágrenni í Slóveníu
Bled og nágrenni í Slóveníu
Bled og nágrenni í Slóveníu
Bled og nágrenni í Slóveníu

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.