CORTINA d'AMPEZZO - SKÍÐAFERÐ
HELSTU UPPLÝSINGAR
 |
8 dagar / 7 nætur |
 |
Ferðir til og frá flugvöllum |
 |
24. 2. - 2. 3. 2024 |
 |
Flug og flugvallaskattar |
 |
Hámark 20 |
 |
Fararstjóri: Guðmundur Gunnlaugsson |
 |
Morgunverðir |
|
|
CORTINA ER MEÐ EIN AF FLOTTARI SKÍÐASVÆÐUNUM Í DÓLÓMÍTUNUM!
Cortina d‘Ampezzo er í Dólómítafjöllunum á Ítalíu og breytist úr tæplega 6.000 manna bæ yfir í allt að 50.000 manna samfélag á skíðavertíðinni. Það er engin tilviljun því landslagið býður upp á frábær skíðasvæði í næsta nágrenni. Árlega eru haldnar skíðakeppnir af ýmsum toga og 1956 voru haldnir Vetrarolympiuleikar í og við bæinn. 2026 verður sá leikur endurtekinn, í samstarfi við Mílano. Að skíða þarna er því upplifun af hæstu gæðum!
Vegna hæðar svæðisins yfir sjó – bærinn er í 1.224 m.y.s. og skíðasvæðin frá 1.500m upp í 2.800m (hæsta lyftan fer upp í 3.224m!) – er vertíðin lengri þarna en víða annars staðar - ,,high season" stendur fram í miðjan mars!
Í Cortina er líka upphafspunkturinn fyrir „Super 8“ skíðaleiðina þar sem farið er í 30 km langan miðlungs erfiðan hring með hækkun/lækkun upp á 2.218m! Að sjálfsögðu er svo hægt að skipta yfir á gönguskíði eða fara í gönguferð á snjóþrúgum o.s.frv.
Alls staðar er stórbrotið landslag nær og fjær sem gleður augu, margir flottir skíðaskálar þar sem fylla má á orkubirgðir með líkamlegri næringu, og síðan útiveran, skíðabrunið, samveran, bæjarröltið og allt hitt sem býr til eftirminnilega upplifun!
Cortina, „Drottning Alpanna“ og „Perla Dólómítanna“ er nálægt miðju Ampezzo dalsins. Allt í kring gnæfa yfir stórbrotnir og tignarlegir Dólómítarnir með Monte Antelao hæstan (3.264 m.y.s.) en svo liðast tær Boite áin eftir dalbotninum og í gegnum bæinn. Ýmsar fallegar byggingar eru í bænum og flott söfn, auk þess sem hótelin teljast í tugum.
Loftslagið telst vera „rakt meginlandsloftslag“ með stuttum en hlýjum sumrum og löngum, köldum og oft og tíðum snjóþungum vetrum.
Hótel Alaska 4**** er notalegt hótel í dæmigerðum Alpa-stíl og er staðsett í hjarta bæjarins, með allt það helsta innanhúss eða í næsta nágrenni; veitingastaði, verslanir, söfn og kirkjur.
Kvöldverðir á Alaska eru ekki innifaldir, en hægt að bóka þá sérstaklega fyrir kr. 48.000 (6 kvöldverðir).
Í lok ferðar verður dvalið eina nótt á góðu hóteli í Salzburg.
Smelltu á rauða Nánari upplýsingar hér til hliðar fyrir upplýsingar um verð o.fl.
Hér - hér og hér eru gagnlegar heimasíður með upplýsingum um skíðasvæðin, verð á skíðapössum o.fl.