DÓNÁRDRAUMUR

HELSTU UPPLÝSINGAR

  9 dagar / 8 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
  9. - 17. 9. 2020     Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 10 / hám. 15   Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson
  Hálft fæði  

 

NÁNAR UM FERÐINA

Þessi ferð er uppseld, bjóðum upp á aukaferð 30 sept. – 8 okt. 2019 – sjá annarsstaðar HÉR á heimasíðunni.

Ein fjölfarnasta og vinsælasta hjólreiðaleið Evrópu liggur meðfram Dóná, frá Passau í Þýskalandi austur til Vínarborgar í Austurríki og árlega bjóða Íslandsvinir upp á ferð um þessar fallegu og áhugaverðu slóðir.

Áætluð heildarhjólun ferðarinnar verður uþb. 360 km. Landslagið er fjölbreytt og fallegt og ýmist er hjólað sunnan eða norðan megin árinnar. Skipastigar og vatnsaflsstöðvar eru á nokkrum stöðum í ánni og þar er farið yfir hana eða á brúm eða með litlum þjónustu bátum. Skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla um fljótið og á frjósömu landinu meðfram ánni er rekinn blómlegur landbúnaður..

Hjólaleiðin er nánast alveg flöt eða örlítið niður á við og dagleiðirnar eru u.þ.b. 55-70 km. Um Vínarborg verður farið í skoðunarferð með leiðsögn til þess að sjá ýmsa merka staði og byggingar í miðborginni áður en farið verður um hádegið með lest til Munchen.

Gist er á þægilegum 3*** hótelum og gistihúsum nema í Linz og Vínarborg þar sem gist verður á 4**** hótelum. Farangur (ein taska á mann) verður fluttur með bíl á milli gististaða á hjólaleiðinni (trúss).

Þetta er ferð sem hentar nánast öllum sem á annað borð geta hjólað. Fyrir þau sem vilja eða þurfa þá eru rafhjól skemmtilegur valkostur (kr. 15.000 aukalega).

Verð frá

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR
DÓNÁRDRAUMUR

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.