DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR

  9 dagar / 8 nætur   Allur akstur og flutningar
  6. - 14. 9. 2023   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 8 / hám. 15   Fararstjóri: Brandur Jón H. Guðjónsson
  Hálft fæði*  

UPPSELT ER Í ÞESSA FERÐ - VIÐ HVETJUM ÞIG / YKKUR TIL ÞESS AÐ SKOÐA AÐRAR FERÐIR HÉR Á HEIMASÍÐUNNI!

LÉTT OG SLÉTT - OG SVO SKEMMTILEGA FJÖLBREYTT

Ein fjölfarnasta og vinsælasta hjólreiðaleið Evrópu liggur meðfram Dóná, frá Passau í Þýskalandi austur til Vínarborgar í Austurríki, og árlega bjóða Fjallakofinn-Ævintýraferðir / Íslandsvinir upp á ferð um þessar fallegu og áhugaverðu slóðir. Þessar vinsældir eru engin tilviljun, leiðin fylgir þessu mikla fljóti um bugður og beygjur þar sem ýmist er flatlendi með þorpum og bæjum allt í kring eða þröngir dalir þar sem gamla kastala ber við himin á skógi vöxnum hæðum og ásum ofan árinnar. Hjólahluta þessarar ferðar lýkur í Tulln.

Áætluð heildarhjólun ferðarinnar verður uþb. 320 km.

Landslagið er fjölbreytt og fallegt og ýmist er hjólað sunnan eða norðan megin árinnar. Skipastigar og vatnsaflsstöðvar eru á nokkrum stöðum í ánni og þar er farið yfir hana eða á brúm eða með litlum þjónustu bátum. Vænta má hitastigs frá 10 – 25°C og notalegrar hauststemningar í veðráttu og náttúrufari.

Skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla um fljótið og á frjósömu landinu meðfram ánni er rekinn blómlegur landbúnaður. Byggð hefur verið á þessu svæði í árþúsundir og í ferðinni verður stiklað á mjög stóru um viss tímabil í sögu þess. Hjólaleiðin er nánast alveg flöt eða örlítið niður á við og dagleiðirnar eru u.þ.b. 35 – 70 km. Í lok ferðar verður farið í skoðunarferð með leiðsögn til þess að sjá ýmsa merka staði og byggingar í Vínarborg og Salzburg. 

Gist er á þægilegum 3*** og 4****hótelum og gistihúsum. Farangur (ein taska á mann) verður fluttur með bíl á milli gististaða á hjólaleiðinni. Þetta er ferð sem hentar nánast öllum sem á annað borð geta hjólað. Þó ber að hafa í huga að hjólað er sex daga í röð þannig að þátttakendur þurfa að vera vanir að sitja hjól í nokkra klukkutíma á dag. Allir þátttakendur verða á góðum rafhjólum (innifalið í verði) sem eru viðhaldslétt og vandræðalítil, með mjúka og góða hnakka og þægilega ásetu.


Smellið á Nánari upplýsingar hér ofar til hægri fyrir prentvæna útgáfu, nánari ferðarlýsingu, verð o.fl.

* Morgunverðir alla dagana og sex kvöldverðir - ekki í Vín og Salzburg

Verð frá 429.900 kr

Staðfestingargjald 100.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ
DÓNÁRDRAUMUR 2023 - RAFHJÓLAFERÐ

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.