DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   3 dagar / 2 nætur

   Skutl frá og til Grenivíkur

í takt við dagskrá ferðarinnar

   8. - 10. 08. 2024    Fararstjóri: 
   Lágm. 10 / hám. 14      Hermann Gunnar Jónsson      
   Ekki innifalið*        
 
KREFJANDI ÞRIGGJA DAGA GÖNGUFERÐ UM HEILLANDI ÓBYGGÐIR Á GJÖGRASKAGA ÞEGAR SUMRI TEKUR AÐ HALLA - ERFIÐLEIKASTIG 4 SKÓR AF 4

 

Látraströnd og Fjörður eru einstakt útivistarsvæði. Þar er samspil tilkomumikillar náttúru og sögu liðinnar byggðar við hvert fótmál.

Látraströnd er þekkt fyrir fjölbreytt gróðurfar, ekki síst þegar norðar kemur. Mest er gengið í góðum kindagötum í ferðinni. Stikla þarf yfir ár og vaða eina í Keflavík, en hún er þó lítið vatnsfall.

Þátttakendur þurfa að vera í ágætu formi því þetta er krefjandi ferð. Dagur tvö er drjúgur og ekki ólíklegt að einhverjir verði dasaðir en feiknar glaðir þegar komið verður í Þönglabakka. Þennan dag er talsverð heildar hækkun og vegalengdin drjúg. Rólegur dagur þrjú gerir það að verkum að það er ekkert að því að verða lúinn daginn áður.

Hermann fararstjóri þekkir svæðið vel og hefur frá einhverju að segja. Fyrir utan allnokkra fararstjórn í Fjörðum og á Látraströnd í gegnum árin þá skrifaði hann bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi þar sem hann segir frá fjallgöngum á alla fjallatinda í hreppnum. Önnur prentun bókarinnar kemur út á komandi vori.

 

Fimmtudagur 8. ágúst
Mæting við sundlaug Grenivíkur kl. 9:00 þar sem tekinn verður kaffisopi og létt spjall. Klukkan 10:30 verður hópnum ekið norður í Svínárnes þar sem gangan hefst. Gengið sem leið liggur norður Látraströnd og um heillandi Látrakleifar allt til Látra.
Gist í skála.
15km / 450m hækkun.

Föstudagur 9. ágúst
Árla dags haldið inn í drjúgan dag; byrjað frá Látrum út og upp í Fossdal og Uxaskarð. Þá tekur við Keflavíkurdalur og brátt haldið í hækkun austan dalsins upp á Messuklett í Hnjáfjalli. Austur um Blæjuna og Blæjukamb og taka þá við hinar eiginlegu Fjörður. Nú er undan að sækja niður í Þönglabakka. Gist í tveggja manna kojum.
22km / 1.000m hækkun

Laugardagur 10. ágúst
Morgunninn tekinn með ró. Fyrir þau friðlausu þá verða möguleikar með morgungöngutúra með fararstjóranum. Ef einhver kjósa að láta bara líða úr sér og njóta kyrrðar og unaðar staðarins þá er það vel. Um nónleytið er áætlað að vera búin að ganga 5 km leið austur yfir hálsana til Hvalvatnsfjarðar þar sem bíll bíður hópsins. Þá verður ekið um Leirdalsheiði til Grenivíkur þar sem tekið verður sund og síðan kvöldverður.
5km + viðbætur / 150m hækkun.

Í báðum skálunum er gas til vatnshitunar og áhöld til matarneyslu.


Innifalið:

- Fararstjórn

- Skálagisting í tvær nætur

- Akstur í upphafi og lok ferðar

- Hafragrautur á morgnana án útáláts

 

Ekki innifalið:

- Sund og kvöldverður á Grenivík

- Allar máltíðir og efni í þær (sjá þó hafragrautinn í innifalið)

- Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

Búnaðarlisti:

- Góðir gönguskór

- Göngustafir

- Fatnaður í takt við aðstæður

- Bakpoki

- Svefnpoki

- Vaðskór

- Ennisljós

- Nasl/nesti

- Efni í máltíðir

 

Í boði er að hringja í Hermann Gunnar (865 1599) til þess að fá nánari upplýsingar um dagleiðir og tilhögun ferðarinnar


Staðfestingargjald, kr. 20.000 þarf að greiða við skráningu - Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu staðfestingargjaldsins:

1)  Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is  

2)  Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn eða takið afrit og límið á vafra): https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=MHR505trb 

Eftirstöðvar þarf að greiða í síðasta lagi 26. júlí 2024, með millifærslu eða kreditkorti í gegnum greiðslutengil

 

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar og bílstjórar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. 

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum eru slíkar tryggingar innifalar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.   

Fjallakofinn-Ævintýraferðir / Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er með skilmála sem unnið er eftir varðandi alferð sem þessa og lesa þarf um hér: http://ferdir.fjallakofinn.is/is/page/skilmalar 


Skráning hér á heimasíðunni okkar eða með því að senda póst á ferdir@fjallakofinn.is

Farþegar í ferðum Íslandsvina / Fjallakofans- Ævintýraferða fá sérkjör í Fjallakofanum

 

 

Verð frá 74.900 kr

Staðfestingargjald 20.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR
DRAUMALANDIÐ LÁTRASTRÖND OG FJÖRÐUR

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.