FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   4 dagar / 3 nætur

   Skutl frá og til Grenivíkur

í takt við dagskrá ferðarinnar

   14. - 17. 08. 2024    Fararstjóri: 
   Lágm. 10 / hám. 14      Hermann Gunnar Jónsson      
   Ekki innifalið*       
 
FJÖGURRA DAGA KREFJANDI GÖNGUFERÐ UM FÁFARNAR SLÓÐIR Á MIÐ- OG AUSTURHLUTA FLATEYJARSKAGA - ERFIÐLEIKASTIG 4 SKÓR AF 4

 

Flateyjardalur og Náttfaravíkur eru tilkomumikið svæði. Náttúran öll og umhverfið fær mann til að líða vel. 

Í þessari ferð er farið um þrjú byggðarlög frá fyrri tíð; Fjörður, Flateyjardal og Náttfaravíkur. Keyrt er norður í Hvalvatnsfjörð og þá strax verður tekist á við bröttustu brekku ferðarinnar, Skriður Bjarnarfjalls. Þær eru sannarlega krefjandi, ... fyrir alla. Það verður bara notalegt að finna hversu lærin og kálfarnir fá að vinna vel. En þessi brekka tekur enda og verður ekki tekin í neinum spreng. Á Skriðuhrygg við austurenda Skriðanna er stór sigur unnin. Tekið skal skýrt fram að á þessari leið þarf fólk ekki að bera nema poka til dagsins þar sem ferð verður norður í Hof á Flateyjardal með aðal vistir hvers og eins.

Næstu dagar eru um ljómandi gönguleiðir og margs að njóta. Í Naustavík eru fáar skráðar stjörnur (lesist ,,engar") varðandi gistinguna. Fólk hefur þá möguleika á að bera tjald tvo seinni dagana fyrir þá nótt ef það vill ekki taka neinn séns.

Fararstjórinn Hermann er nokkuð kunnugur á svæðinu. Nú á komandi vori kemur út bók eftir hann, Kinnar- og Víknafjöll með mínum augum. Þar segir hann frá fjallgöngum sínum á öll fjöll á austanverðum skaganum, inn undir Ljósavatnsskarð.   

 

Miðvikudagur 14. ágúst
9:00 mæting við sundlaug Grenivíkur. Kaffisopi og spjall.
10:30 hópnum ekið út yfir Leirdalsheiði til Kaðalstaða í Hvalvatnsfirði.
Þar axla þátttakendur byrðar sínar, halda út í Kaðalstaðakrók og fljótlega verður svo lagt af stað upp brattar skriður Bjarnarfjalls. Af Skriðuhrygg er einstakt að virða fyrir sér veröldina. Áfram haldið austur að Hofi á Flateyjardal þar sem gist verður í skála Ferðafélags Húsavíkur. Þennan dag verður hægt að ganga nokkuð léttpoka því búnað verður hægt að fá sendan með bíl austur í Hof.
15km / 500m hækkun.

Fimmtudagur 15. ágúst
Ef Dalsá verður mild þá verður hún vaðin að morgni og gengið austur að Eyri. Síðan haldið inn Flateyjardal eftir þægilegum vegslóða til Heiðarhúsa þar sem gist er næstu nótt. Um kvöldið verður grillað.
18km / 200m hækkun.

Föstudagur 16. ágúst
Byrjað á að fríska upp á fætur með því að vaða austur yfir Dalsá. Síðan haldið upp í landið norðan Ytri Jökulsár og í framhaldinu yfir eggjar Víknafjalla til Naustavíkur. Mögulega verður höfð viðkoma í Vargsnesi. Í Naustavík verður gist í flatsæng á gólfi í gamla Naustavíkurhúsinu sem er hrátt og laust við fínheit. Ef menn kjósa þá er hægt að bera með sér tjald eingöngu tvo seinni dagana og búa í því nóttina í Naustavík.
15km / 1000m hækkun.

Laugardagur 17. ágúst
Gengið inn Kotadal, yfir Víknaskarð/Kotaskarð til Nípár í Kinn þar sem bíll bíður hópsins. Ekið til Grenivíkur og þar tekið sund og snæddur kvöldverður.
15km / 600m hækkun.


Innifalið:

- Fararstjórn

- Skálagisting, mis góð, í þrjár nætur (sjá föstudaginn 16. ágúst)

- Akstur í upphafi og lok ferðar

- Hafragrautur á morgnana, án útáláts

- Kvöldverður í Heiðarhúsum

- Trúss flutt norður á Flateyjardal

 

Ekki innifalið:

- Sund og kvöldverður á Grenivík

- Allar máltíðir og efni í þær (sjá þó hafragrautinn í innifalið)

- Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

Búnaðarlisti:

- Góðir gönguskór

- Göngustafir

- Fatnaður í takt við aðstæður

- Bakpoki

- Svefnpoki og dýna (tjald?)

- Vaðskór

- Ennisljós

- Nasl/nesti

- Eldunartæki

- Efni í máltíðir og mataráhöld

 

Í boði er að hringja í Hermann Gunnar (865 1599) til þess að fá nánari upplýsingar um dagleiðir og tilhögun ferðarinnar


Staðfestingargjald, kr. 30.000 þarf að greiða við skráningu - Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu staðfestingargjaldsins:

1)  Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is  

2)  Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn eða takið afrit og límið á vafra): https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=AOHci3bBq 

Eftirstöðvar þarf að greiða í síðasta lagi 2. ágúst 2024, með millifærslu eða kreditkorti í gegnum greiðslutengil

 

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir, fararstjórar hennar og bílstjórar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. 

 

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

 

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum eru slíkar tryggingar innifalar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.  

Fjallakofinn-Ævintýraferðir / Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er með skilmála sem unnið er eftir varðandi alferð sem þessa og lesa þarf um hér: http://ferdir.fjallakofinn.is/is/page/skilmalar   


Skráning hér á heimasíðunni okkar eða með því að senda póst á ferdir@fjallakofinn.is

Farþegar í ferðum Íslandsvina / Fjallakofans- Ævintýraferða fá sérkjör í Fjallakofanum

 

 

Verð frá 114.900 kr

Staðfestingargjald 30.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR
FJÖRÐUR, FLATEYJARDALUR OG NÁTTFARAVÍKUR

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.