GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  10 dagar / 9 nætur    Allur akstur vegna dagskrár ferðarinnar
   9. - 18. 4. 2022    Flug og flugvallaskattar                    
   Lágm. 12 / hám. 20    Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson 
   Hálft fæði*    
 
LÉTT ÚTIVISTAR- OG SKOÐUNARFERÐ UM NOKKUR AF ÞEKKTUSTU KENNILEYTUM ÍTALÍU - PÁSKAFERÐ

Fáir staðir taka bænum Riva del Garda og nágrenni hans fram hvað fegurð og fjölbreytni varðar, og möguleikar þessa stórbrotna landslags við norður enda Gardavatnsins til hvers konar útivistar eru nánast óþrjótandi.

Þetta verður létt útivistarferð, gönguferðir flesta dagana, aðra farið í skoðunarferðir og einnig einfaldlega bara slakað á við vatnsbakkann!

Dvalið verður á Hótel Villa Miravalle, sérstæðu, þriggja stjörnu hóteli á mjög góðum stað í bænum, og þaðan farið í styttri og lengri ferðir, ýmist gangandi eða akandi, til þess að kynnast vel þessu fallega svæði. Farið með strætó, „skutlurum“, kláfi eða ferjum eftir því sem að þarf til þess að fylla upp í dagskrá ferðarinnar.

Allar gönguleiðirnar eru léttar og nánast alltaf verður komið snemma til baka úr ferðum dagsins og því verður góður tími til þess að slappa vel af – úti á torgi, niður við bryggju, eða í garði hótelsins!

Í aðalhlutverki verður auðvitað fjölbreytt og fallegt landslagið, en Riva del Garda, Arco, Torbole, Nago, Limone sul Garda og Malcesine eru líka hver um sig fallegir bæir, um margt ólíkir, og um þá alla verður farið til að sjá kastala og kirkjur, garða og gróður, stræti og torg, báta og bryggjur.

Dagsferð til Sirmione, lítils en fallegs bæjar við suðurenda vatnsins og til borgarinnar Veróna, þar sem gengið verður um til að skoða m.a. 2.000 ára gamla hringleikahúsið (Arena), svalir Júlíu o.fl.

Sannkölluð rúsína í pylsuenda þessarar fjölbreyttu ferðar er svo dagsferð til Feneyja þar sem gengið verður um til þess að skoða þekkt kennileyti, siglt með gondóla o.fl.

Vænta má hitastigs frá uþb. 12-20°C að degi til, en það getur verið kalt á morgnana og kvöldin, og jafnvel farið niðurundir eða jafnvel niðurfyrir frostmark á næturnar

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________

Gisting í sjö nætur og morgunverðir á litlu, þægilegu og mjög vel staðsettu þriggja stjörnu hótel Villa Miravalle í Riva del Garda. Heimasíða hótelsins: https://www.hotelvillamiravalle.com/en

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________

Gisting í tvær nætur og morgun- og kvöldverðir á flottu fjögurra stjörnu Smart hótel Holiday í Mestre, skammt frá Feneyjum. Heimasíða hótelsins: https://www.hotelholidayvenice.com/gallery/

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________

Hálft fæði* - þrír kvöldverðir innifaldir í eða við Riva del Garda og bæði kvöldin á Smart hotel Holiday í Mestre- samtal 5 kvöldverðir

Einungis þrír ,,svartir" dagar svo fáir sumarleyfisdagar fara í þessa 10 daga ferð!

Flogið með Icelandair og KLM - millilent í Amsterdam í báðum leiðum - hægt að nota vildarpunkta Icelandair til lækkunar fargjaldsins, fáið nánari upplýsingar um það með því að senda fyrirspurn á ferdir@fjallakofinn.is 

Smellið á rauða "Nánari upplýsingar" hnappinn hérna ofar til hægri fyrir dagská, verð o.fl.

Verð frá 369.900 kr

Staðfestingargjald 100.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ
GARDAVATNIÐ, VERÓNA OG FENEYJAR - PÁSKAFERÐ

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.