GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025

HELSTU UPPLÝSINGAR
  11 dagar / 10 nætur   Akstur til og frá Malpensa flugvelli
  24. 4. -  4. 5. 2025   Flug með Icelandair og flugvallaskattar
  Hámark 20 / lágmark 10   Fararstjóri: Kristinn Ólafsson
  Hálft fæði *  

 

GARDA HOTEL SAN VIGILIO GOLF - FRÁBÆR SAMSETNING LÚXUSS OG HÁGÆÐA GOLFUPPLIFUNAR!

Draumaáfangastaður fyrir golfara sem vilja upplifa vallaraðstæður í hæsta klassa og frábæra aðstöðu á einum af bestu golfvöllum Ítalíu! Gamla 12. aldar Benediktusar klaustrið er miðpunktur staðarins og fallegt landslag rammar síðan inn þetta frábæra svæði þar sem eru hótel með heilsulind, íbúðir, veitingastaðir, fundarherbergi, íþróttamiðstöð o.fl.  

 

Golf, slökun og góður matur:

Hágæða golfvöllur: San Vigilio Golf Club státar af vel hönnuðum 36 holu golfvelli - þar af eru 9 ,,executive" holur og 27 ,,meistaraholur" - og skiptist í þrjár brautir: Benaco, Solferino og San Martino. Þetta sameinar áskorun og skemmtun fyrir kylfinga á öllum getustigum, breiðu brautirnar þýða að þú tapar færri boltum, og svo eru frábærar æfingaaðstæður fyrir þá kylfinga sem vilja bæta leikinn sinn. Hið töfrandi útsýni nær og fjær mun gera golfhringinn einstakan.

Völlurinn er hannaður af hinum þekkta golfvallahönnuði Kurt Rossknech og hýsti t.d. Italian open 2020, sem var þá hluti af Evróputúrnum.

Chervo Golf Hotel & Spa Resort er frábært fjögurra stjörnu hótel sem býður upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu. Það er með 89 herbergjum, að sjálfsögðu er hvert og eitt með sérbaðherbergi, og eru með loftkælingu, litlum kæliskáp og sjónvarpi. Ókeypis Wi-Fi er að finna á öllu hótelinu.

Garðurinn við hótelið býður upp á fallegt útisvæði með sundlaugum og sólbekkjum sem gefur gestum tækifæri til að njóta og slappa af. Á staðnum er einnig heilsulind með bæði inni- og útisundlaug, heitan pott, gufuböð, nudd o.fl.

Núttúran er afar falleg í næsta umhverfi staðarins og hægt að stunda fjölbreytta útiveru, auk golfsins.  Skammt norðan við er síðan sú mikla náttúruperla Gardavatnið, stærsta stöðuvatn Ítalíu, og síðan er aðeins 40 mín. akstur til Veróna og 90 mín. til Feneyja í austri og í vestri inn til miðborgar Mílanó.

Í klúbbhúsinu eru glæsileiki og fágun það fyrsta sem grípur augað og það hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta klúbbhús við golfvöll á Ítalíu. Þaðan er víðáttumikið útsýni yfir golfvöllinn og allan dvalarstaðinn og flott veröndin er góð til þess að tylla sér við borð og njóta léttra veitinga. Móttaka staðarins er í opnu og stóru anddyrinu, þar er m.a. notaleg setustofa með arni og einnig San Vigilio veitingastaðurinn sem er opinn bæði fyrir dvalargesti og utanaðkomandi viðskiptavini. Klúbbhúsið er ætlað sem samkomustaður fyrir gesti staðarins, en býður einnig upp á herbergi fyrir einkaviðburði og 300 sæta ráðstefnumiðstöð. Ennfremur er þar stór verslun – farþegar okkar njóta afsláttarkjara þar.

Um Kristinn Ólafsson:

Kristinn er menntaður viðskiptafræðingur og hefur starfað sem framkvæmdastjóri í yfir 20 ár. Nú starfar hann sem leiðsögumaður og fararstjóri innanlands og utan. Hann er félagi í Nesklúbbnum og var þar formaður í 6 ár. Kristinn hefur mikla ástríðu fyrir Ítalíu og mikið ferðast um landið.

 

Það er mikið innifalið í verði ferðarinnar:

  • Beint flug með Icelandair til Malpensa (Milanó) innfalið þar er innrituð taska (hámark 23 kg.) / handfarangur (hámark 10 kg.) / flutningur á golfsetti
  • Akstur til og frá flugvelli (uþb. 2 1/2 klst.)
  • Gisting á lúxushóteli í 10 nætur
  • Ótakmarkaður aðgangur að San Vigilio golfvellinum alla dagana
  • Golfbíll til afnota allan tímann fylgir hverju herbergi
  • Aðgangur að heilsulindinni
  • Hálft fæði* - morgunverðarhlaðborð og fjögurra rétta kvöldverðir alla dagana
  • 10% afsláttur í golfverslun staðarins
  • Íslenskur fararstjóri

Ekki innifalið:

  • Hádegis/miðdegis hressingar
  • Drykkir með kvöldverðum
  • Annað það sem ekki er talið upp í "innifalið" hér fyrir ofan

 

__________________________________________________________________________________________________

Staðfestingargjald, kr. 150.000 þarf að greiða strax við skráningu - ath. að það er óafturkræft ef greiðandi hættir við þátttöku.

Til þess að greiða það eru tvær leiðir:

1)   Í gegnum heimabanka: kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - Athugið að mikilvægt er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni ( Golf í apríl 2025)

2)   Með kreditkorti - smellið á þennan tengil eða takið afrit og límið í vafra: https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=PL9rFXFlN

Kallað verður eftir lokagreiðslunni með tölvupósti u.þ.b. 8 - 10 vikum fyrir upphaf ferðarinnar

 

 

 

Verð frá 719.900 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025
GOLF Á ÍTALÍU VORIÐ 2025

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér, fararstjórum og samstarfsaðilum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.