HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
6 dagar / 5 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
14. - 19. 4. 2022  Fararstjóri: Steingrímur Karlsson
 Fullt fæði  Lágm. 4 / hám. 10
       

 

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM PÁSKANA? 

Herðubreið, Hafrahvammagljúfur, Snæfell, Laugarfell, Jökuldalsheiði, Möðrudalsfjallgarðar, Vesturöræfi, Sænautasel, Urgur, Ánavatn ... svona mætti lengi telja öll þau meira og minna þekktu örnefni staða sem farið verður um eða eru á næsta leiti í þessari flottu skíðagönguferð um hið margfræga og hrikalega víðerni norðan Vatnajökuls – m.a. hreindýraslóðir, sögusvið Sjálfstæðs fólks Laxness og athafnasvæði Kárahnjúkavirkjunar!

Fimm skíðadagar frá Möðrudal, um Sænautasel, Jökuldalinn, Laugarvalladal, meðfram Hafrahvammagljúfrum og yfir í Fljótsdalinn. Gist í skálum á leiðinni, fyrstu fjórar næturnar í svefnpokagistinu og þá síðustu í uppbúnum rúmum í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu skíðagönguformi og þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautargönguskíðum) með bakpoka fyrir dagsnestið og fatnað. Svefnpokum og öðrum farangri trússað á milli gististaðanna

Komdu á eigin vegum til Egilsstaða eða Möðrudals - eða fljúgðu með Icelandair til Egilsstaða (ekki innifalið, en við getum aðstoðað við pöntun á sætum o.s.frv.)

Ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið!

Þessi ferð er farin í samstarfi við Óbyggðasetrið í Fljótsdal.

Veldu "Nánari upplýsingar"  hérna hægra megin til þess að lesa nánar um dagleiðir o.fl.

Verð frá 158.000 kr

Staðfestingargjald 40.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022
HÁLENDIÐ NORÐAN VATNAJÖKULS - PÁSKAR 2022

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.