HJÓL OG ,,TAN" Á TENERIFE | RAF-FJALLHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR

  11 dagar / 10 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
   12. - 22. febrúar 2024   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 8 / hám. 16   Fararstjóri: Brandur Jón H. Guðjónsson
  Fullt fæði*  

 

  VEGNA GÓÐRAR REYNSLU AF FERÐ OKKAR Í FEBRÚAR 2023 HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ ENDURTAKA LEIKINN Í FEBRÚAR 2024  

TENERIFE - HJÓL OG SÓL  :-)

Fjallahjólaferð á rafhjólum um fjölbreytt landslag eldfjallaeyjunnar Tenerife er eitthvað sem spennandi er að prófa, í þessu eilífa sumri sem þar er, á meðan vetrarvindar blása hér norður í höfum.

Og þarna er svo aldeilis hægt að fara í alls konar ferðir í mishæðóttu landslaginu, og njóta um leið útiverunnar og samverunnar með öðrum með sama áhugamál. Íslenskur fararstjóri verður með hópnum alla sex hjóladagana og auk hans verða tveir staðkunnugir innlendir leiðsögumenn sem stýra hjólaleiðunum.

Á þessari litlu eyju er um fjölda miserfiðra hjólaleiða að velja og verða þær valdar af leiðsögumönnunum og fararstjóranum í takt við aðstæður hverju sinni.

Gisting, morgun- og kvöldverðir á flottu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hótel Tigotan, á Amerísku ströndinni

Mjög mikið innifalið! M.a. allar máltíðir*, hjólaleiga í sex daga, skutl, fararstjóri og leiðsögumenn o.fl.

Lágmarks fjöldi er 8 manns / hámark 16

    =     =     =     =     =     =     =     =     =      =      =      =      =     =      =      =     =     =      =

Ferðin er unnin í samstarfi við Cycling holidays Tenerife ferðaskrifstofuna og þaðan koma líka leiðsögumennirnir sem verða með hópnum alla sex hjóladagana í ferðinni.

Hjá Massimo Giovanzana og félögum á Cycling holidays Tenerife er öll þjónusta innifalin: 2 leiðsögumenn; góð rafmangs-fjallahjól; skutl miðað við dagskrá; vatnsflöskur á hjólin; vatn, orkustykki og síðan máltíð að loknum dagleiðunum.

Dagskrá ferðarinnar verður fjölbreytt og í takt við það sem Cycling Holidays Tenerife bjóða upp á, rétt er að taka fram að allar dagleiðirnir eru vel viðráðanlegar á góðum rafhjólum 😊

    =     =     =     =     =     =     =     =     =      =      =      =      =     =      =      =     =     =      =

Tigotan er stórt og glæsilegt fjögurra stjörnu hótel og frábærlega staðsett á Amerísku strönd Tenerife. Þaðan er stutt í allar áttir: á ströndina og í verslanir og á veitingastaði, og einnig þegar ekið er á upphafsstaði hjólaleiðanna. 

Sundlaugar, barir, veitingastaðir, heilsulind með sauna og nuddi (ath. það þarf að panta með góðum fyrirvara), nektarsvæði fyrir þau sem vilja kasta klæðum um stund, og að sjálfsögðu mjög góð sólbaðsaðstaða.

Öll herbergi á Tigotan, sem frátekin eru fyrir hópinn, eru nýuppgerð De-Luxe herbergi og með svalir sem snúa út að sundlaugargarðinum, sólarmegin á hótelinu.

Innifalið er svokallað HALF BOARD EXCLUSIVE** og inni í því er aukin þjónusta og meira innifalið heldur en á almennum herbergjum

Heimasíða hótelsins

Hér má sjá myndir frá hótelinu

    =     =     =     =     =     =     =     =     =      =      =      =      =     =      =      =     =     =      =

Tenerife (2.034m2) telst til Spánar, hún er stærsta eyjan í Kanaríeyja klasanum og sú fjölmennasta, með uþb. 967.000 íbúa, auk þess sem þangað koma uþb. 5 milljónir ferðamanna árlega til þess að njóta þess milda veðurfars sem þar ríkir allt árið um kring. Höfuðborgin Santa Cruz de Tenerife er á norðurhluta eyjunnar. Hæsti punktur er eldfjallið Teide 3.715 m.y.s., það er hæsta fjall Spánar og þriðja stærsta eldfjall í heimi og landslagið og náttúrufar eyjunnar ber þess merki með ríkum hætti. M.a. þess vegna er hún svo vinsæl meðal hjólafólks því þar eru margar skemmtilegar og mis krefjandi hjólaleiðir, kjörnar til útiveru meðan ekki viðrar til slíks annarsstaðar.

Athugið að það er algjör hjálmaskylda í öllum okkar ferðum – það er því ekki í boði að bóka sig til þátttöku nema að koma með hjálm – og nota hann! Gætið einnig að aldri hjálms því of gamall hjálmur getur veitt falskt öryggi! – Endurnýjið frekar of oft heldur en of sjaldan!

    =     =     =     =     =     =     =     =     =      =      =      =      =     =      =      =     =     =      =

* Fullt fæði - morgunverðir og kvöldverðir á hótel Tigotan alla dagana og hressingar á hjóladögunum sex

Margar hjólamyndirnar eru frá Cycling holidays Tenerife hjólaleigunni og birtar með leyfi frá þeim - Allar myndirnar frá hótelinu eru birtar með leyfi frá hótel Tigotan.

Smellið á   Nánari upplýsingar   hér til hliðar til þess að fá upplýsingar um hvað er innifalið, verð o.fl.


**HALF BOARD EXCLUSIVE

  • 1 dinner every 7 nights (minimum stay 3 nights), in our beautiful Santa Rosa Grill restaurant. Reservation required and drinks are not included. Ókeypis ein máltíð á Santa Rosa Grill veitingastað hótelsins (þarf að panta með fyrirvara – drykkir ekki innifaldir)
  • Access to the Exclusive Lounge. Here you’ll find a selection of drinks (soft, hot and alcoholic) to help yourself to, as well as daily international press and an internet corner. Between 11:00 and 18:00 there is also a supply of some appetizers. Open from 10:30 to 18:30, the lounge is the perfect haven to read in peace and quiet over a morning coffee or afternoon beer. Ókeypis aðgangur að sérstöku svæðiExclusive Lounge“ setustofunnar þar sem finna má ýmsar gerðir af drykkjum og smáréttum. Hvert og eitt hjálpar sér sjálft með veitingarnar sem allar eru innifaldar
  • Nespresso Machine with 4 capsules, kettle and tea, also white and brown sugar, sweetener and cream of milk in the room. Kaffivél og ketill á herberginu, te, sykur, sætuefni og mjólk
  • Exclusive bathrobe and slippers. Baðsloppur og inniskór
  • Personalised attention from our GEX team (Guest Experience). Eftirfylgni frá starfsfólki hótelsins til þess að tryggja enn betri upplifun hótelgestanna
  • 15% Discount on massages and treatments in VITANOVA WELLNESS. 15% afsláttur af nuddi o.fl. í heilsulind hótelsins
  • Free use of the safe. Ókeypis notkun á öryggishólfi herbergisins
  • 12 drinks in the minibar. Blanda af 12 áfengum og óáfengum drykkjum á kæli í herberginu – áfyllingu þarf að greiða
  • Welcome bottle of water. Vatnsflaska á herberginu við komu (ekki endurnýjað)
  • You can book your sun lounger for one of the areas without paying, one day in advance. Með dags fyrirvara er hægt að bóka pláss á sólarbekkjum hótelsins, án endurgjalds
  • Gift: Box of biscuits. Gjafaaskja með kexi á herberginu við komu

 


Verð frá 499.900 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.