HJÓL OG ,,TAN" Á TENERIFE | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR

  11 dagar / 10 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
   10. - 20. febrúar 2025   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 8 / hám. 14   Fararstjóri: Brandur Jón H. Guðjónsson
  Fullt fæði*  

 

  VEGNA GÓÐRAR REYNSLU AF FERÐUM OKKAR Í FEBRÚAR 2023 OG 2024 HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ ENDURTAKA LEIKINN Í FEBRÚAR 2025  

TENERIFE - HJÓL OG SÓL  :-)

Fjallahjólaferð á rafhjólum um fjölbreytt landslag eldfjallaeyjunnar Tenerife er eitthvað sem spennandi er að prófa, í þessu eilífa sumri sem þar er, á meðan vetrarvindar blása hér norður í höfum.

Og þarna er svo aldeilis hægt að fara í alls konar ferðir í mishæðóttu landslaginu, og njóta um leið útiverunnar og samverunnar með öðrum með sama áhugamál. Íslenskur fararstjóri verður með hópnum alla sex hjóladagana og auk hans verða tveir staðkunnugir innlendir leiðsögumenn sem stýra hjólaleiðunum.

Á þessari litlu eyju er um fjölda miserfiðra hjólaleiða að velja og verða þær valdar af leiðsögumönnunum og fararstjóranum í takt við aðstæður hverju sinni.

 

Gisting, morgun- og kvöldverðir á flottu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hótel Tigotan, á Amerísku ströndinni.

Þaðan er stutt í allar áttir: á ströndina og í verslanir og á veitingastaði.

Sundlaugar, barir, veitingastaðir, heilsulind með sauna og nuddi (ath. það þarf að panta með góðum fyrirvara), nektarsvæði fyrir þau sem vilja kasta klæðum um stund, og að sjálfsögðu mjög góð sólbaðsaðstaða.

 

Heimasíða hótelsins 

Hér má sjá myndir frá hótelinu 

 

Mjög mikið innifalið: hótel, máltíðir,  hjólaleiga í sex daga, skutl, Íslenskur fararstjóri, innlendir leiðsögumenn o.fl.

Lágmarks fjöldi er 8 manns / hámark 14

 

 

Ferðin er unnin í samstarfi við Cycling holidays Tenerife ferðaskrifstofuna og þaðan koma líka leiðsögumennirnir sem verða með hópnum alla sex hjóladagana í ferðinni.

Hjá Massimo Giovanzana og félögum á ChT er öll þjónusta innifalin: 2 leiðsögumenn; góð rafmangs-fjallahjól; skutl miðað við dagskrá; vatnsflöskur á hjólin; vatn, orkustykki og síðan máltíð að loknum dagleiðunum.

Dagskrá ferðarinnar verður fjölbreytt og allar dagleiðirnir eru vel viðráðanlegar á góðum rafhjólum.

 

 

Ferðaráætlun:

 

Dagur 1 – mánudagur, 10. febrúar

Flug – akstur – hótel

Flogið með Icelandair kl. 08:40 til Tenerife, áætluð lending þar kl. 14:05 og þaðan er stuttur akstur yfir á hótelið.

 

 

Dagar 2 - 4 – þriðjudagur til fimmtudags, 11. – 13. febrúar

Hjól og sól í þrjá daga ...

Hver dagur hefst með góðum hjólatúr vítt og breytt um svæðið, dagleiðirnar 25-50 km – Að aflokinni hjólaferð dagsins, þær eru vissulega mis langar og mis grófar, er svo er hægt að tylla sér á bar til þess að jafna út vökvabúskap líkamans, synda í einhverjum af sundlaugum hótelsins, rölta á ströndina, sækja sér D-vítamín og smá lit á kroppinn í sólstól eða fara í heita pottinn í sundlauginni á þaki hótelsins – eða í gott endurnærandi nudd í heilsulindinni á hótelinu.

 

Dagur 5 – föstudagur, 14. febrúar

Slökun – og sól!

Hvíldardagur frá hjólunum – hann má nota á marga mismunandi vegu: Sólbað, busla í sjónum, fara í skoðunarferð eða hvað sem er!

 

Dagar 6 - 8 – laugardagur til mánudags, 15. – 17. febrúar

Seinni þrír hjóladagarnir ...

Dagskráin heldur áfram þessa þrjá daga; út og suður, upp og fram, af nógu er að taka!

 

Dagar 9 - 10 – þriðju- og miðvikudagur, 18. – 19. febrúar

Slökun – og sól, aftur!

Hægt að nýta tímann þessa tvo daga til þess að skoða það sem eftir var að kíkja á – eða einfaldlega slaka á við sundlaugarnar eða á ströndinni!

 

Dagur 11 – fimmtudagur, 20. febrúar

Heim á leið

Eftir góða næringu við morgunverðarborðið verður tími til þess að tylla sér aðeins í sólstól áður en ekið verður til flugvallarins, flugið heim er kl. 15:05 – áætluð lending kl. 20:35

 

 

Innifalið í verði ferðar:

 

 

 

Flug:

Flug og flugvalla-skattar – taska, hámark 23 kg og handfarangur, hámark 10 kg

10.02.2025: Icelandair, flug FI 580  Keflavík – Tenerife, brottför 08:40 lending 14:05

20.02.2025: Icelandair, flug FI 581 Tenerife – Keflavík, brottför 15:05 lending 20:35

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

 

 

 

Gisting:

10 nætur á Tigotan 4**** hóteli á Amerísku ströndinni á Tenerife (Tigotan er 18+ hótel (engin börn))

 

 

Matur:

Morgunverðir innifaldir alla dagana – glæsilegt hlaðborð!

Kvöldverðir innifaldir alla dagana – mjög fjölbreytt kvöldverðahlaðborð

 

 

Akstur:

Akstur milli „Tenerife - suður“ flugvallarins og hótelsins í upphafi og lok ferðar

Skutl til og frá upphafs- og endastöðum hjólaleiðanna

 

 

Ekki innifalið:   

Hádegis- og/eða miðdegishressingar þá daga sem ekki er hjólað | Drykkir með kvöldverðum |Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna De-Luxe herbergi                        479.900,-

Aukagjald fyrir eins manns herbergi (ath. takmarkað framboð)    70.000,-

 

Í boði eru líka De-Luxe herbergi með svalir sem snúa út að sundlaugargarðinum og svokölluðu HALF BOARD EXCLUSIVE*, en inni í því er aukin þjónusta og mun meira innifalið heldur en á almennum herbergjum

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna De-Luxe herbergi með Half board exclusive*         539.900,-

Aukagjald fyrir eins manns herbergi (ath. takmarkað framboð)                                80.000,-

 

*HALF BOARD EXCLUSIVE

  • Ókeypis ein máltíð á Santa Rosa Grill veitingastað hótelsins (þarf að panta með fyrirvara – drykkir ekki innifaldir)
  • Ókeypis aðgangur að sérstöku svæði „Exclusive Lounge“ setustofunnar þar sem finna má ýmsar gerðir af drykkjum og smáréttum. Hvert og eitt hjálpar sér sjálft með veitingarnar sem allar eru innifaldar. Opið milli 10:30 og 18:30 og veitingarnar eru í boði milli 11:00 og 18:00
  • Kaffivél og ketill á herberginu, te, sykur, sætuefni og mjólk
  • Baðsloppur og inniskór
  • 15% afsláttur af nuddi o.fl. í heilsulind hótelsins
  • Ókeypis notkun á öryggishólfi herbergisins
  • Blanda af 12 áfengum og óáfengum drykkjum í kæli í herberginu – áfyllingu þarf að greiða
  • Vatnsflaska á herberginu við komu (ekki endurnýjað)
  • Með dags fyrirvara er hægt að bóka pláss á sólarbekkjum hótelsins, án endurgjalds

 

 

Greiðslur og gjalddagar:

 

Staðfestingargjald kr. 75.000 þarf að greiða strax við pöntun.

 

Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:

 

1)  Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Hjól og tan á Tene 2025 >

2)  Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):

https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=hXBmMBRrx

 

Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

 

 

 

Lokagreiðsla:

Lokagreiðsla þarf að berast í allra síðasta lagi fimmtudaginn 12. des. 2024, annað hvort með millifærslu eða kreditkorti í gegnum greiðslutengil – þátttakendur fá sendan tölvupóst þegar að innköllun hennar kemur

 

 

Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is

 

 

Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum

 


 

Verð frá 479.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN
HJÓL OG ,,TAN

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.