HJÓL OG TAN Á TENERIFE | RAF-FJALLHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR

  11 dagar / 10 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
   12. - 22. febrúar 2024   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 8 / hám. 15   Fararstjóri: Brandur Jón H. Guðjónsson
  Fullt fæði*  

VEGNA GÓÐRAR REYNSLU OG UPPLIFUNAR Í FERÐ OKKAR 2023 HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ ENDURTAKA LEIKINN Í FEBRÚAR 2024

TENERIFE - HJÓL OG SÓL  :-)

 

Fjallahjólaferð á rafhjólum um fjölbreytt landslag eldfjallaeyjunnar Tenerife er eitthvað sem spennandi er að prófa, í þessu eilífa sumri sem þar er, á meðan vetrarvindar blása hér norður í höfum.

Og þarna er svo aldeilis hægt að fara í alls konar ferðir í mishæðóttu landslaginu, og njóta um leið útiverunnar og samverunnar með öðrum með sama áhugamál. Íslenskur fararstjóri verður með hópnum alla sex hjóladagana og auk hans verða tveir eða þrír staðkunnugir innlendir leiðsögumenn sem stýra hjólaleiðunum.

Á þessari litlu eyju er um fjölda miserfiðra hjólaleiða að velja og verða þær valdar af leiðsögumönnunum og fararstjóranum í takt við aðstæður hverju sinni.

Gisting, morgun- og kvöldverðir á flottu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hótel Tigotan, á Amerísku ströndinni

Mjög mikið innifalið! M.a. allar máltíðir*, hjólaleiga í sex daga, skutl, fararstjóri og leiðsögumenn o.fl.

Lágmarks fjöldi er 8 manns / hámark 15

 

Brandur Jón H. Guðjónsson er okkar reyndasti hjólaferða-fararstjóri og fer árlega með hópa í mismunandi ferðir vítt og breytt um Evrópu.

62 ára eiginmaður, faðir og afi sem finnst fátt skemmtilegra en ferðast á hjóli um fallegar slóðir innanlands og utan!

 

    =     =     =     =     =     =     =     =     =      =      =      =      =     =      =      =     =     =      =

Ferðin er unnin í samstarfi við Cycling holidays Tenerife hjólaleiguna og ferðaskrifstofuna og þaðan koma líka leiðsögumennirnir sem verða með hópnum alla sex hjóladagana í ferðinni.

Hjá Massimo Giovanzana og félögum á Cycling holidays Tenerife er öll þjónusta innifalin: 2 leiðsögumenn; góð rafmangs-fjallahjól; skutl miðað við dagskrá; vatnsflöskur á hjólin; vatn, orkudrykkir, orkustykki og hressingar-stopp á dagleiðunum.

 

Dagskrá ferðarinnar verður fjölbreytt og í takt við það sem Cycling Holidays Tenerife bjóða upp á, rétt er að taka fram að allar dagleiðirnir eru vel viðráðanlegar á góðum rafhjólum 😊

 

Tigotan er stórt og glæsilegt fjögurra stjörnu hótel og frábærlega staðsett á Amerísku strönd Tenerife. Þaðan er stutt í allar áttir: á hjólaleiguna, á ströndina og í hjólaferðir – eða í verslanir og á veitingastaði.

Sundlaugar, barir, veitinga-staðir, heilsulind með sauna og nuddi (ath. það þarf að panta með góðum fyrirvara), nektarsvæði fyrir þau sem vilja kasta klæðum um stund, og að sjálfsögðu mjög góð sólbaðsaðstaða.

Heimasíða hótelsins

Hér má sjá myndir frá hótelinu

 

Tenerife (2.034m2) telst til Spánar, hún er stærsta eyjan í Kanaríeyja klasanum og sú fjölmennasta, með uþb. 967.000 íbúa, auk þess sem þangað koma uþb. 5 milljónir ferðamanna árlega til þess að njóta þess milda veðurfars sem þar ríkir allt árið um kring. Höfuðborgin Santa Cruz de Tenerife er á norðurhluta eyjunnar. Hæsti punktur er eldfjallið Teide 3.715 m.y.s., það er hæsta fjall Spánar og þriðja stærsta eldfjall í heimi og landslagið og náttúrufar eyjunnar ber þess merki með ríkum hætti. M.a. þess vegna er hún svo vinsæl meðal hjólafólks því þar eru margar skemmtilegar og mis krefjandi hjólaleiðir, kjörnar til útiveru meðan ekki viðrar til slíks annarsstaðar.

* Fullt fæði - morgunverðir og kvöldverðir á hótel Tigotan alla dagana og hressingar á hjóladögunum sex

Allar hjólamyndirnar eru birtar með leyfi frá Cycling holidays Tenerife hjólaleigunni - Allar myndirnar frá hótelinu eru birtar með leyfi frá hótel Tigotan.

Smellið á "nánari upplýsingar" hér til hliðar til þess að fá upplýsingar um hvað er innifalið, verð o.fl.

 


Verð frá

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ
HJÓL OG TAN Á TENERIFE |   RAF-FJALLHJÓLAFERÐ

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.