HJÓLAÐ OG GENGIÐ Í LUNGAU / OKTÓBERFEST Í MUNCHEN
HELSTU UPPLÝSINGAR
HJÓLA-, GÖNGU- OG UPPLIFUNARFERÐ Í AUSTURRÍKI OG ÞÝSKALANDI!
10 daga útivistar- og skoðunarferð þar sem byrjað verður á göngu- og hjólaferð til Lungau í Austurríki frá laugardegi til laugardags, þegar farið verður yfir til Munchen til þess að sjá og taka þátt í Oktoberfest, stærstu bjórhátíð í heimi, frá laugardegi til mánudags.
Fyrri áfangastaður er St. Margarethen í Lungau, Salzburgarlandi. Bærinn er í 1.066 metra hæð í margrómaðri og ævintýralegri Alpafegurð Austurríkis. Þarna eru skíðasvæði um allar koppagrundir, en svæðið hentar ekki síður til hvers konar útivistar á öðrum tímum, ekki síst fyrir göngur og hjólreiðar.
Reikna má með að dagskrá hvers dags geti tekið frá 5 til 7 klst. og verður hún bæði fjölbreytt og við allra hæfi alla daga.
Seinni áfangastaðurinn verður svo miðborg Munchen til þess að taka þátt í og upplifa Októberfest bjórhátíðina. Á sjálfri opnunar helginni er sérlega mikið um að vera og ber þar þó allra hæst stóra skrúðgangan sem teigir sig marga kílómetra eftir strætum borgarinnar, þar sem m.a. eru margir hestvagnar með stórar tunnur af bjór sem fluttur er til bjórhallanna á svæðinu.
Fyrstu sjö næturnar verður gist á 4 stjörnu hotel Grizzly, þar sem öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Þar er hvern morgun boðið upp á mjög fjölbreytt morgunverðarhlaðborð þar sem borðin svigna undan kræsingum. Seinnipartinn er svo boðið upp á létta hressingu og síðan er kvöldmaturinn mjög fjölbreyttur; hlaðborð með súpum, salati og brauði, auk síðan aðal- og eftirrétta.
Heilsulind hótelsins er vel útbúin og því auðvelt að skella sér í sauna/sund og láta líða úr sér milli síðdegishressingar og kvöldverðar.
Síðustu tvær næturnar verður dvalið á 4 stjörnu hotel Maritim í miðborg Munchen. Þar er ekki síðri aðstaða heldur en á fyrri staðnum og staðsetningin frábær fyrir bæði þátttöku í Októberfest og til að kíkja inn á aðal göngugötu borgarinnar.
Algjör hjálmaskylda er í öllum okkar hjólaferðum 😊
Ferðaráætlun:
Dagur 1 – laugardagur, 13. september
Flug – akstur – hótel
Flogið með Icelandair kl. 07:20 til Munchen, lending er áætluð kl. 14:05 og þaðan er svo uþb. 3 ½ klst. akstur yfir á Grizzly hótelið í St. Margarethen í Lungau.
Dagur 2 – sunnudagur, 14. september
Göngudagur – Bonner hutte
Farið gangandi frá hótelinu upp dalinn frá kirkunni í St. Margarethen og eftir fallegri útsýnisleið að Bonner Hütte fjallaskálanum. „Beint frá býli“ hádegishressing þar, og síðan gengið sömu leið til baka. Ganga u.þ.b. 14 km / hækkun u.þ.b. 700 m.
Dagur 3 - mánudagur, 15. september
Göngudagur – Gonntal
Með rútu til Katschberg, þaðan er gengið til Gonntal í lítinn fjallakofa sem heitir Priitzhutte þar sem snæddar verða afurðir beint af býli; skinkur, ostar o.fl. góðgæti. Til baka verður gengið í hestaslóð til Katschberg, mjög falleg og skemmtileg leið. Með rútu aftur til Grizzly. Ganga u.þ.b. 10 km
Dagur 4 - þriðjudagur, 16. september
Hjóladagur – Tamsveg
Hjólað verður til bæjarins Tamsveg í þessari gríðalega fallegu Austurrísku sveitanáttúru og og þaðan yfir til Mariapfarr, þar sem jólalagið „Heims um ból“ var samið 1818. Farið verður í kirkjuna og kíkt á Heims um ból safnið.
Á leiðinni til baka farið að kastala í Mauterndorf, síðan að Moosham reimleika-kastalanum og áfram til St. Margarethen að hótel Grizzly – U.þ.b. 35 km
Dagur 5 - miðvikudagur, 17. september
Hjóladagur – Zederhaus
Hjólað vestur Lungau dalinn í gegnum marga fallega litla bæji, til Zederhaus.
Þar verða hjólin skilin eftir og farið með rútu upp í Riedingtal þjóðgarðinn. Þar er mikil náttúrufegurð og áhugavert að koma þangað. Hádegishressingin tekin þar, og síðan með rútu aftur niður að hjólunum og farið heim til St. Margareten. – U.þ.b. 45 km
Dagur 6 - fimmtudagur, 18. september
Hjóladagur – Murau
Hjólað verðu út dalinn framhjá Tamsveg og niður með á til Murau. Nokkrir bæir á leiðinni, m.a. Predlitz, þar er skemmtileg verslun sem selur Oktoberfest fatnað. Í Sankt Georgen am Kreischberg er m.a. veitingastaðurinn Gasthof Winter sem er búinn að vera í rekstri a.m.k. síðan 1152.
Rúta sækir hópinn og hjólin til Murau og ekur heim á Grizzly hótelið.
Dagur 7 - föstudagur, 19. september
Göngudagur – Obertauern
Farið með rútu upp í Obertauern að lyftu sem heitir Grunwaldkopf, með henni upp í fjöllin þar sem gengið verður á milli fjallaskála. Siðan gengið niður að The Beatels styttunum þar sem rútan sækir hópinn. Árið 2025 eru 60 ár síðan Bítlarnir gerðu plötuna HELP, þeir unnu að upptökum og myndatökum í Obertausern.
Dagur 8 - laugardagur, 20. september
Milliferðardagur – Oktoberfest
Eftir morgunmat verður farið með rútu til Munchen.
Eftir innritun á hótel Maritim verður farið yfir á aðalsvæði Oktoberfest bjórhátíðarinnar í Theresienwiese til þes að upplifa stemninguna á stærstu bjórhátíð heims. Þar verður setið og spjallað eða rölt um svæðið og farið í eina af bjórhöllunum um kl. 17:00 og verið þar inn í kvöldið.
Þennan dag verður innifalinn „bjórhátíðar-máltíð“; bjór, saltkringla og kjúklingur!
Dagur 9 - sunnudagur, 21. september
Októberfest – stóra skrúðgangan!
Byrjað á því að fara að strætunum þar sem „stóra skrúðgangan“ fer um. Hún er magnað dæmi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Henni fylgt inn á Theresienwiese og haldið áfram að taka þátt í dagskrá hátíðarinnar.
Um kvöldið verður farið á Tegernseer Tal–Bräuhaus veitingastaðinn til þess að snæða eitt besta kálfasnitsel sem fyrirfinnst í borginni (þessi máltíð er ekki innifalin í verði ferðarinnar) – og þar er líka bruggaður góður bjór! Eftir matinn verður gengið yfir á Hofbräuhaus, sem er þekktasta bjórhús borgarinnar, en þar er Bæversk bjórhúsamenning í hávegum höfð, með lifandi brass-tónlist og stórum bjórkönnum.
Dagur 10 – mánudagur, 22. september
Heim á leið ...
Eftir morgunverðinn verður farið með lest til Munchen flugvallar, flugið heim er kl. 14:05, áætluð lending kl. 16:00
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi 479.900,-
Aukagjald fyrir eins manns herbergi (ath. takmarkað framboð) 75.000,-
Innifalið í verði ferðarinnar:
Flug:
Flug og flugvalla-skattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur
13.09.2025: Icelandair, flug FI 532 Keflavík – Munchen, brottför 07:20 lending 13:05
22.09.2025: Icelandair, flug FI 533 Munchen – Keflavík, brottför 14:05 lending 16:00
Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.
Gisting:
7 nætur á Grizzly 4**** hóteli í St. Margarethen / 2 nætur á Maritim 4**** hóteli í miðborg Munchen
Matur:
Morgunverðir innifaldir alla dagana – glæsileg hlaðborð!
Síðdegishressing á hótel Grizzly
Kvöldverðir innifaldir alla dagana á hótel Grizzly, Októberfest máltíð í bjórtjaldi á laugardegi
Akstur:
Allur akstur sem þarf í takt við ferðarlýsingu
Hjól:
Leiga á rafhjólum í þrjá daga
Ekki innifalið:
Hádegis- og/eða miðdags hressingar | Drykkir með kvöldverðum | Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjald, kr. 100.000 þarf að greiða strax við skráningu í ferðina
Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:
1) Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Lungau sumar 2025>
2) Greiðslutengill fyrir greiðslu með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):
a - greiðsla fyrir einn https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=mCaGgR2zP
b - greiðsla fyrir tvo https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=jRSLk6Wku
Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is
Staðfesta þarf skráninguna með því að senda inn þessar upplýsingar:
- |
fullt nafn |
- |
kennitala |
- |
heimilisfang með póstnúmeri |
- |
netfang |
- |
farsímanúmer |
- |
vegabréfsnúmer |
- |
hæð í cm |
- |
nafn og símanúmer hjá tengilið hér heima meðan á ferðinni stendur |
Kallað verður eftir lokagreiðslunni þegar uþb. 8 - 10 vikur eru til upphafs ferðarinnar
Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum
