KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ

 
HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  10dagar/9 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
 26. 9. - 5.10. 2022
  Flug og flugvallaskattar
 Lágm. 10 / hám. 16

  Fararstjórar: Brandur Jón H. Guðjónsson

 Hálft fæði
 

                       Robert Ciglar

 
RAFHJÓLAFERÐ UM KARST HÆÐIRNAR Í SLÓVENÍU OG ISTRIA SKAGANN Í KRÓATÍU
FLOTTIR GISTISTAÐIR - MIKIL ÞJÓNUSTA!
 
PRUFUKEYRSLUVERРKR. 460.000!
 
Erfiðleikastig hjólaleiðarinnar 1 - 5

Bratt

1
Langt 3
Fegurð (?) 4
 

 

Rafhjólaferð á fjallahjólum um suðvestur hluta Slóveníu og niðureftir vesturströnd Istriaskagans í Króatíu. Fjölbreyttar hjólaleiðir á góðum malar- og malbiks stígum um formfagurt og hæðótt landslagið á „Karst“ kalksteinshæðunum* í Slóveníu, sem um margt minnir á Toscana héraðið á Ítalíu, og síðan suður með klettóttri strönd Istria skagans, alveg niður á syðsta tangann, Kamenjak.

Enginn kemur inn á þetta svæði án þess að kíkja undir yfirborðið með því að fara um Skocjan dropasteins- og neðanjarðar árgljúfrið við Divača, eitt af einkennum Karst svæðisins. 

Góðir gististaðir, nánast eingöngu 4 stjörnu hótel eða sambærileg gistihús, og kvöldmáltíðir þar eða í næsta nágrenni.

Mjög mikið innifalið í verði ferðarinnar!

Bíll fylgir og sér um trúss á farangri auk þess sem hann kemur reglulega til móts við hópinn og sér um léttar veitingar á hjólaleiðinni.

Tveir fararstjórar verða með hópnum allan tímann.

Þetta er algjörlega „njóta, en ekki þjóta“ ferð – Alltaf lagt af stað kl. 9 og tekinn góður tími í dagleiðina, og síðan er viðmiðið að koma tiltölulega snemma inn á gististaðinn til þess að njóta líka þess sem þar er í boði.

Eina takmark hverrar dagleiðar er að njóta hennar allrar og alls þess sem fyrir augu ber – hvers augnabliks í fullkominni núvitund og vissu um að hvert andartak er gjöf sem vert er að njóta – koma síðan inn á gott hótel og eftir frískandi sturtu tylla sér í góðan stól og bergja svalandi drykk úr glasi!

Dagleiðirnar eru uþb. 40 – 65 km

*Á Wikipedia er þessi skýring á Karst:

Karst (eða Karst-landslag) er landslag sem myndast við efnaveðrun á kalksvæðum með lokuðum dölum, niðurföllum (þ.e. jarðföllum) og hellum og verður til þegar jarðvatn leysir kalkið upp og það berst burt.

Smellið á "Nánari upplýsingar" hnappinn hér ofar til hægri fyrir dagskrá ferðarinnar o.fl.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                  KORT KARST ISTRIA.jpg

Verð frá 460.000 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ
KARST OG ISTRIA SKAGINN - RAFHJÓLAFERÐ