KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...

 
HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  11dagar/10 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
 9. - 19. 6. 2022
  Flug og flugvallaskattar
 Lágm. 12 / hám. 18 

  Fararstjórar: Brandur Jón H. Guðjónsson

 Hálft fæði
 

                       Robert Ciglar

 
RAFHJÓLAFERÐ UM EYJAR Í KVARNER FLÓANUM Í KRÓATÍU
 
TILBOÐSVERÐ, KR. 50.000 LÆKKUN, NÚ KR. 349.900!
 

Já, Króatíu siglinga- og hjólaævintýrið okkar heldur áfram! Þarna er hver náttúruperlan við aðra og hjólað og siglt á einni viku um þetta stórkostlega svæði. Alan og áhöfnin hans á Albatros hugsa vel um fólk og farangur og skutla hópnum frá einni eyjunni til annarar, og svo verður hjólað um stéttar og stíga – mis gróft, upp og niður og út og suður – til þess að sjá og upplifa – og njóta – já, njóta stundar, landslags, samveru, lífsins!

Hver dagur er ný upplifun! Eðlilega, vegna þess að alltaf er byrjað við sjávarmál, er alla dagana um einhverja hækkun að ræða og farið allt frá uþb. 100 m.y.s. upp í uþb. 350 m.y.s. Samanlögð hækkun dagleiðanna getur því stundum orðið talsverð þar sem hver mishæð er fljót að telja - EN RAFHJÓLIN MILDA SÍÐAN ERFIÐLEIKASTIG HVERRAR BREKKU. Hjólaleiðirnar eru ýmist á sléttu malbiki, á malarstígum eða á grófum stígum, og ferðahraðinn að sjálfsögðu alltaf í takt við aðstæður.

Ný uppgerður og flottur Albatros verður bækistöð hópsins og þar verður gist og snæddir morgun- og hádegis eða kvöldverðir, en báturinn er frátekinn sérstaklega fyrir þennan hóp. Á millisiglingunum og að lokinni hverri dagleið er hægt að sitja í sólbaði uppi á þilfari og síðan rölta um og skoða bæina sem dvalið verður við – og reglulega verður farið í sjósund.

Dagleiðirnar eru uþb. 15 – 50 km, mis erfiðar, og vegna landfræðilegrar stöðu þá þarf alla dagana að fara um mis langar og mis brattar brekkur. Allar eru þær þó vel yfirstíganlegar og nægur er líka tíminn til að klára því að ekkert liggur á. Erfiðleikastig dagleiða er „frekar létt“ til „miðlungs erfið“, en rafhjólin milda mjög áreynsluhluta dagleiðanna. Þetta er sannarlega ekki keppnisferð, en þátttakendur þurfa samt að vera í þokkalegu formi, og áríðandi að þeir séu vanir hjólreiðum.

Þetta er ferð fyrir “venjulegt” fólk til að njóta og upplifa!

Auk máltíða um borð er reynt eins og kostur er, að velja góða veitingastaði fyrir aðrar máltíðir.

Og ef einhver vill ekki koma með í hjólaferð dagsins getur viðkomandi verið um borð í bátnum og nýtt tímann til sólbaða eða bæjarrölts! Vænta má lofthita um 18-26°C og sjávarhita um 20-24°C.

(Athugið að einnig er hægt að skrá sig í þessa ferð án þess að taka þátt í hjólaferðunum).

Ferðin er ekki hlaðin neinum lúxus, káeturnar eru litlar og olnbogarýmið er takmarkað, en hér, eins og oft áður, mun sannast hið fornkveðna að „þröngt mega sáttir sitja“!

Báturinn heitir MS Albatros, byggður 1935 og hefur verið smekklega endur-innréttaður á undanförnum árum. Allar káetur eru tveggja manna (ekki kojur), og baðherbergi með salerni og sturtu er í hverri káetu. Allt mjög snyrtilegt og vel um gengið og áhöfnin mjög áfram um að allir njóti dvalarinnar um borð sem best.

Í upphafi ferðar verður dvalið í Ljubljana og sú fallega borg skoðuð, og í lok ferðar verður farið að Bled vatninu í Sloveníu, einum vinsælasta ferðamannastað landsins.

Miðað er við að þátttakendur leigi sér góð raf-fjallahjól, sem eru kjörin fyrir þessa ferð, en einnig er í boði að koma í ferðina án þess að taka þátt í hjólaferðunum sjálfum.

Hámarks fjöldi er 18 manns, en samtals eru það 9 káetur sem eru lausar fyrir hópinn ...

Á sveitahóteli skammt frá Bled starfar einn af bestu kokkum Slóveníu, og þar verður lokamáltíð ferðarinnar!

Smellið á "Nánari upplýsingar" hnappinn hér ofar til hægri fyrir dagskrá ferðarinnar o.fl.

Verð frá 349.900 kr

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...
KRÓATÍA - SUÐUR UM HÖFIN ...

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.