NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  8 dagar / 7 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
21. - 28. 12. 2019   Flug og flugvallaskattar
Hám. 15   Hálft fæði
       

NÁNAR UM FERÐINA

Wildkogel er fjölskylduvænt og flott skíðasvæði sem býður upp á gott skíðafrí fyrir hvern sem er!

Landfræðilegar aðstæður valda því að svæðið er talið mjög öruggt með snjó um jólin ...

Neukichen er fallegur staður og með mjög gott skíðasvæði sem hentar vel allri fjölskyldunni, og ef vilji er til þess að skipta aðeins um gír þá er stutt yfir á enn stærri skíðasvæði í næsta nágrenni ...

Hefðbundin svigskíðun er auðvitað í forgrunni, en svo eru líka mjög flottar gönguskíðabrautir á svæðinu; hægt að leigja fjallaskíðabúnað einn dag eða tvo og bæta nokkrum toppum í safnið; fara með skíðastrætó yfir á næstu svæði o.s.frv. - að ógleymdri glæsilegri upplýstri 14 km langri sleðabraut, þeirri lengstu í heimi, svo þar er hægt að upplifa frábæra kvöldskemmtun!

Svo eru í nágrenninu ýmsir áhugaverðir staðir sem hægt er að skreppa til; frábært safn og sýningar um svæðið og Hohe Tauern þjóðgarðinn í Mittersill, bæjarferð og/eða skíðun í og við Zell am See o.fl. o.fl.

Dvalið verður á hótel Gassner, mjög vel staðsettu og flottu fjögurra stjörnu hóteli í Neukirchen. Skíðarútan stoppar fyrir utan hótelið og þaðan er aðeins uþb. 5 mín. akstur yfir að aðallyftu Wildkogel svæðisins (ath. aksturinn er ókeypis), og svo endar ein af skíðabrekkunum ofan úr fjalli heim við hótelgarðinn.

Verð frá 234.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019
NEUKIRCHEN - JÓLIN 2019

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.