OCTOBERFEST Í MÜNCHEN

HELSTU UPPLÝSINGAR
  5 dagar /4 nætur   Lestarferðir skv. dagskrá
  19.  - 23. 9. 2024   Flug og flugvallaskattar
  Hámark 25   Fararstjóri: Guðmundur Gunnlaugsson
  Hálft fæði *  

 

OPNUNARHELGIN Á STÆRSTU BJÓRHÁTÍÐ Í HEIMI

Octoberfest, stærsta bjórhátíð í heimi, er haldin árlega í Munchen, höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi. Árlega sækja hátíðina um 6 – 7 milljónir gesta sem koma til þess að upplifa stemninguna, hitta mann og annan, borða bæverskan mat, og, síðast en alls ekki síst, drekka bjór! Áætlað er að um 7 milljónir lítra af sérbrugguðum – og sérstyrktum – hátíðarbjór renni niður kverkar gestanna á þessum rétt rúmum tveimur vikum sem hátíðin stendur.

Stemningin er eitthvað sem hrífur alla með sér, líka þau sem ekki drekka bjór! Sérstök upplifun er að vera á svæðinu um opnunarhelgina til þess að fylgjast með skrúðgöngunum, sérstaklega þeirri á sunnudeginum, þar sem þúsundir þátttakenda ganga prúðbúnir, í bland við hestvagna sem bera margar bjórtunnur, eftir breiðgötum í áttina að hátíðarsvæðinu í Theresienwiese garðinum.

 

Dagskráin á opnunarhelgi hátíðarinnar 2024:

Laugardagur, 21. september

11:00 | Skrúðganga leggur af stað frá Josephspitalstraße til Theresienwiese. Þátttakendur (um 1.000 manns) eru fyrst og fremst landsdrottnar og eigendur bjórhallanna, auk starfsfólks brugghúsanna, flest á skrautlegum hestvögnum sem flestir eru með bjórtunnur og ámur sem notaðar verða á hátíðinni.

12:00 | Borgarstjóri Munchen slær krana í fyrstu ámuna í Schottenhamel höllinni, kallar “O’zapft is!” (Tunnan er klár) og þar með er hátíðin formlega sett og drykkjan hefst!

 

Sunnudagur, 22. september

10:00 | Nýr dagur, ný skrúðganga og nú frá Max II styttunni í Maximilianstraße. Þessi er mun stærri en sú á laugardeginum því þarna eru nærri 10.000 þátttakendur! Prúðbúnir hópar fólks á öllum aldri, lúðrasveitir, fánaborgir, danshópar og enn fleiri hestvagnar með fólk og/eða bjórámur og, eins og daginn áður, allt leitt áfram af ungri konu klæddri í svartan kufl með gulum/gulllituðum boðungum í takt við mannveru í skjaldarmerki borgarinnar; Münchner Kindl.

Þessa skrúðgöngu ætti enginn að láta framhjá sér fara!

__________________________________________________________________________________________________

 

Hálft fæði * - kvöldverðir/bjórhátíðarmáltíðir laugardags- og sunnudagskvöld

Smellið á "Nánari upplýsingar" hér ofar til hægri til þess að lesa nánar um ferðina: dagskrá, verð o.fl.

Verð frá 259.900 kr

Staðfestingargjald 100.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN
OCTOBERFEST Í MÜNCHEN

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.