OKTOBERFEST Í MÜNCHEN
HELSTU UPPLÝSINGAR
LOKAHELGIN Á STÆRSTU BJÓRHÁTÍÐ Í HEIMI
UPPSELT ER Í ÞESSA FERÐ OG EKKI HÆGT AÐ VERA Á BIÐLISTA ÞAR EÐ HANN ER NÚ ÞEGAR OF LANGUR!
Oktoberfest, stærsta bjórhátíð í heimi, er haldin árlega í Munchen, höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi. Árlega sækja hátíðina um 6 – 7 milljónir gesta sem koma til þess að upplifa stemninguna, hitta mann og annan, borða bæverskan mat, og, síðast en alls ekki síst, drekka bjór! Áætlað er að um 7 milljónir lítra af sérbrugguðum – og sérstyrktum – hátíðarbjór renni niður kverkar gestanna á þessum rétt rúmum tveimur vikum sem hátíðin stendur.
Stemningin er eitthvað sem hrífur alla með sér, líka þau sem ekki drekka bjór! Sérstök upplifun er að vera á svæðinu um loka helgina til þess að fylgjast með lokun hátíðarinnar á sunnudeginum við Bavaria styttuna sem vakir yfir hátíðarsvæðinu í Theresienwiese garðinum.
Í Munchen er svo líka ótalmargt áhugavert að skoða; byggingar, söfn o.fl.
Gisting og morgunverðir á hótel Maritim, mjög vel staðsettu m.t.t. dagskrár ferðarinnar
Dagskrá:
Dagur 1 - föstudagur, 3. október
Flug – lestarferð – hótel
Flogið með Icelandair kl. 07:20 til Munchen, lending þar er áætluð kl. 13:05 og þaðan er svo uþb. 45 mín. lestarferð inn í miðborgina.
Frá aðallestarstöðinni Hauptbahnhof er einungis uþb. 7-10 mín. gangur á hótel Maritim. Eftir innritun verður síðan gengið upp á hátíðarsvæðið, kíkt á stemninguna, farið í eina af bjórhöllunum og já, „et, drekk og ver glaðr“.
3. október, Sameingingardagurinn, er opinber frídagur í Þýskalandi, svo það má búast við enn meira lífi í borginni en venjulega, og er það þó mikið fyrir!
Dagur 2 - laugardagur, 4. október
Októberhátíðin o.fl.
kl. 16:00 verður aftur farið í eina af stóru bjórhöllunum til þess að taka þátt og upplifa stemninguna.
Hvað gert verður fram að því er algjörlega opið, fararstjórinn er til aðstoðar ef vilji einhverra úr hópnum er fyrir því að fara eitthvert ákveðið – ath. að allar verslanir í Munchen eru lokaðar á sunnudögum, svo fyrripart þessa dags er eini möguleikinn til að kíkja í búðir!
Dagur 3 - sunnudagur, 5. október
Lokadagur hátíðarinnar!
Sérstök lokaathöfn hefst kl. 12:00 á hádegi við fætur Bavaria styttunnar. Þar er haldið í þá aldagömlu hefð að skjóta púðurskotum og mynda með því bæði hávaða og hvítan reyk, og það eru u.þ.b. 60 manns sem sjá um að skjóta burt hátíðina með þessum hætti. Allt er þetta gert með blessun frá ungri konu klæddri í svartan kufl með gulum/gulllituðum boðungum, í takt við mannveruna í skjaldarmerki borgarinnar; Münchner Kindl. Lokalag hátíðarinnar er samkvæmt hefðinni þjóðsöngur Bæjaralands
Seinnipartinn er svo upplagt að fara í skoðunarferðir um borgina.
Dagur 4 - mánudagur, 6. október
Heim á leið ...
Eftir morgunverðinn verður farið með lest til flugvallarins, flugið heim er kl. 14:05, áætluð lending kl. 16:00
__________________________________________________________________________________________________
UPPSELT ER Í ÞESSA FERÐ OG EKKI HÆGT AÐ VERA Á BIÐLISTA ÞAR EÐ HANN ER NÚ ÞEGAR OF LANGUR!
Hálft fæði * - kvöldverðir/bjórhátíðarmáltíðir föstudags- og laugardagskvöld