ÓSHÓLMAR DÓNÁR

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   8 dagar / 7 nætur    Allur akstur skv. dagskrá
   23. - 30. 4. 2019    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 10 / hám. 18    Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson
   Fullt fæði    

 

NÁNAR UM FERÐINA

Þetta er ferð sem að fuglaáhugafólk og náttúruunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara!

Óshólmar Dónár eru næststærsta árósasvæði í Evrópu. Stærsti hluti þess er í norðaustur Rúmeníu þar sem áin rennur út í Svartahafið. Þetta mikla fenja og vatnasvæði er á heimsminjaskrá UNESCO, en líka hluti af Ramsar votlendis- verndarsamningnum vegna mikilvægis þess sem búsetu- og uppeldissvæði ýmissa fuglategunda.

Farið verður á báti um bæði meginála, hliðarskurði, vötn og fen til þess að fylgjast með fjölskrúðugu fuglalífi, fallegum gróðri og sérstöku mannlífi á svæðinu. Gist verður á 3*** og 4**** hótelum þar sem snæddir verða morgun- og kvöldverðir. Innifaldir í verði eru líka 3 hádegisverðir um borð í bátnum.

Í lok ferðar verður farið í dagsferð um Búkarest, höfuðborg landsins og m.a. komið að næststærstu byggingu í heimi! Flogið verður í gegnum Amsterdam og sem upptaktur að siglingunni á fenjunum í Rúmeníu verður farið í skoðunarferð um miðborgina þar, bæði akandi og siglandi, á meðan að beðið verður eftir framhaldsflugi.

Mikið innifalið í verði ferðarinnar!

 

Verð frá 299.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR
ÓSHÓLMAR DÓNÁR

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.