PASSAU OG PÍLAGRÍMAGANGA VIÐ SALZBURG
HELSTU UPPLÝSINGAR
 |
10 dagar / 9 nætur |
 |
Allur akstur skv. dagskrá |
 |
17. - 26. 5. 2023 |
 |
Flug og flugvallaskattar |
 |
Lágm. 8 / hám. 15 |
 |
Fararstjóri: Margrét S. Guðjónsdóttir |
 |
Morgunverðir alla dagana og tveir kvöldverðir |
|
|
SALTBORGIN SALZBURG OG PÍLAGRÍMALEIÐIR ÞAR Í KRING -
- PASSAU, BORG HINNA ÞRIGGJA FLJÓTA
Sagt hefur verið að vegir Guðs séu órannsakanlegir, en margir af hans helstu fulltrúum hér á jörðu hafa víða farið í hans nafni, og einn af þeim er heilagur Jakob sem gekk þvers og kruss í Evrópu og vinsælt hefur verið á öllum tímum að feta í fótspor hans. Ein af leiðum Jakobs er um og í nágrenni við Salzburg og yfir til Tíról og eftir henni verður gengið í þessari ferð. Leiðin liggur um fallegt landslag Salzburg, Bæjaralands, Tíról og Alpanna á malbikuðum stéttum, skógarstígum og léttum fjallaslóðum.
Þetta eru léttar til miðlungs erfiðar fimm dagleiðir með lítilli hækkun, en heildar vegalengdin er samt upp á uþb. 95 km!
Ef einhver þarf á að halda er sumsstaðar hægt að stytta dagleiðir með því að notast við almenningssamgöngur á svæðinu. Leiðin sjálf er markmiðið, og þar sem þetta er á pílagrímaslóðum verður kíkt í kirkjur og stoppað við bænastaði þar sem slíkt er á leiðinni, og svo náttúrulega notið bæði landslags og félagsskapar.
Tekinn verður einn aukadagur í Salzburg og farið í gönguferð í leiðsögn heimamanns um helstu söguslóðir þessarar miklu menningarborgar – borgar Mozarts og Söngvaseiðs!
Í lok ferðar verður dvalið í tvo daga í lítilli en snoturri borg, Passau í Þýskalandi, sem stendur á bökkum þriggja fljóta; Dónár, Inn og Ilz.
Farangur verður trússaður á milli gististaðanna, sem eru hótel og/eða gistihús en gengið með léttan bakpoka/mittistösku fyrir nauðsynjar dagsins.
Morgunverðir á gististöðunum, en miðdegishressing eftir aðstæðum hverju sinni og kvöldverðir á á hótelunum eða á veitingastöðum í nágrenni þeirra.
Margrét fararstjóri er útskrifaður leiðsögumaður og djákni, og hefur stundað göngur og útivist allt sitt líf.
____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Smellið á rauða Nánari upplýsingar hnappinn hér ofar til hægri fyrir dagskrá, verð o.fl.