SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   10 dagar / 9 nætur    Allur akstur skv. dagskrá
   28. 8. - 6. 9. 2020    Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 12 / hám. 18    Fararstjóri: Steinunn Steinarsdóttir
   Hálft fæði    

 

NÁNAR UM FERÐINA

Hér höfum við sett saman ferð um nokkar af þeim perlum sem farið hefur verið um í Balkan- ferðum okkar undanfarin ár, auk þess sem nokkur ný svæði koma inn. Minni akstur, meira gengið.

Löndin á Balkanskaganum og Dinarisku alparnir eru falleg svæði að fara um og þar eru náttúruperlur á hverju strái, auk þess sem þorp, bæir og borgir bera langri búsetu glöggt vitni. Víða verður farið til þess að skoða náttúru og nýjar og eldri byggingar, fræðast um búsetu á svæðinu o.s.frv.

Þetta er létt göngu- og skoðunarferð þar sem farið verður um Belgrad í Serbíu, nokkur svæði í Bosníu og Hersegóvínu og hluta Króatíu.

 „Göng vonar“ í Sarajevo (frá Balakan stríðinu í lok síðustu aldar), upphafsstaður fyrri heimsstyrjaldarinnar, þjóðgarðar í Króatíu og kjarnorkubyrgi Títos, fjöll og dalir, ár og fossar, moskur og kirkjur, hús og hýbýli, fólk og fénaður – allt eru þetta bara smá dæmi um það sem skoðað verður í þessari fjölbreyttu ferð!

 

Verð frá 369.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM
SJÁÐU BROT AF BALKANSKAGANUM

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.