SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
6 dagar / 5 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
23. - 28. 2. 2022   Fararstjórar: Sævar Birgisson
 Hálft fæði             Brynjar Leó Kristinsson
 Flug og flugvallaskattar   Hámark 20

 

SÆVAR OG BRYNJAR LEÓ Á HEIMAVELLI -

- FLOTT OG SNÖRP SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER

Þeir margföldu verðlaunahafarnir, vinirnir og fyrrum landsliðsmennirnir í skíðagöngu Sævar og Brynjar Leó þekkja skíðagöngusvæðin uppaf og í nágrenni Lillehammer í Noregi eins og lófann á sér eftir að hafa bæði komið þangað ótal sinnum og búið þar um skeið, og síðan æft og keppt oftar en tölu verður á komið.

Lillehammer er fallegur bær, skammt norðan við Osló. Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1994 og ólympíumót æskunnar 2016. Í nágrenninu eru yfir 2.300 km af skíðagöngubrautum þegar best lætur, en einstök náttúrufegurð, veðursæld og trygg snjóalög gerir Lillehammer og nágrenni að paradís fyrir útivistafólk. Þau gerast ekki mikið fjölbreyttari og flottari skíðagöngusvæðin en þetta!

Athugið að þetta er ekki námskeiðsferð og hún því ekki ætluð algjörum byrjendum, ætlast er til þess að þátttakendur séu með a.m.k. grunnfærni á gönguskíðum, en að sjálfsögðu veita þeir félagar góða tilsögn ef þurfa þykir.  Markmiðið er að hafa dagana sem fjölbreyttasta og verður því farið vítt og breitt um svæðið til þess að prófa sem flestar brautir.

Sævar Birgisson

Sævar hefur stundað skíðagöngu frá barnsaldri og var í A landsliði Íslands til fjölda ára. Hann hefur keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Sævar hefur mikla reynslu í kennslu og þjálfun á skíðum, hvort sem um ræðir börn eða fullorðna. Í dag starfar hann hjá Fjallakofanum þar sem hann m.a. aðstoðar fólk við að velja sér skíði við hæfi.

Brynjar Leó Kristinsson

Brynjar er búsettur í Svíþjóð, en þangað flutti hann fyrir rúmum áratug til að leggja betur stund á skíðaíþróttina. Hann var, ásamt Sævari, í landsliði Ísland í skíðagöngu um árabil. Hann á að baki flottan feril í skíðagöngunni og starfar í dag sem smiður, en hvenær sem færi gefst stundar hann ýmiss konar útivist og hreyfingu.

Dvalið verður á hótel Birkebeineren í Lillehammer, hóteli sem þeir Sævar og Birgir þekkja mjög vel. Morgun- og kvöldverðir snæddir á hótelinu og þar er hægt að láta þreytuna líða úr sér eftir hreyfingu dagsins í nýrri heilsulind hótelsins. Birkebeineren er á góðum stað í bænum og þaðan er hægt að ganga á skíðunum upp á svæðið fyrir ofan - og heim aftur í lok dags - en einnig er stutt að fara á strætóstöðina og fá nokkurra mínútna skutl upp á skíðagöngusvæðin.

Ath. að ekkert brautargjald er á skíðagöngusvæðum í Noregi!

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________

 

Smellið á "Nánari upplýsingar" hér til hægri fyrir prentvæna útgáfu, upplýsingar um verð o.fl.

Verð frá 224.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.