SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
 7 dagar / 6 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
19. - 25. 2. 2025   Sævar Birgisson og Birgir Gunnarsson
 Hálft fæði        
 Flug og flugvallaskattar   Hámark 18

 

FLOTT SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER

Vetrarfrí gerist ekki mikið betra en að vera í góðum félagsskap á gönguskíðum í faðmi norskrar náttúru í vetrarskrúða. Lagt er upp með að hafa dagana sem fjölbreyttasta og verður því farið vítt og breitt um svæðið til þess að prófa sem flestar brautir. Ætlast er til þess að þátttakendur séu með grunnfærni í skíðagöngu, gengið að jafnaði 20-30 km á dag.

Lillehammer er fallegur bær, skammt norðan við Osló. Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1994 og ólympíumót æskunnar 2016. Í nágrenninu eru yfir 2.300 km af skíðagöngubrautum þegar best lætur, en einstök náttúrufegurð, veðursæld og trygg snjóalög gerir Lillehammer og nágrenni að paradís fyrir útivistafólk.

Vandfundin eru fjölbreyttari og flottari skíðagöngusvæði en þetta!


Fararstjórarnir verða tveir, feðgarnir Sævar og Birgir, sem þekkja svæðið mjög vel.


Dvalið verður á hótel Birkebeineren í Lillehammer. Morgun- og kvöldverðir verða snæddir á hótelinu, þar er einnig góð heilsulind með sauna og svo er frábær aðstaða til að bera undir skíðin. Hótel Birkebeineren er á góðum stað í Lillehammer, skíðaspor er einungis um 400 metra frá hótelinu og sama má segja um næstu rútustoppistöð. Einnig er miðbærinn einungis í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. 


Ferðaráætlun:

Dagur 1 | miðvikudagur, 19. febrúar

Ísland - Osló - Lillehammer

Flogið með Icelandair til Ósló kl 07:50 - áætluð lending 11:35 og við tekur u.þ.b. tveggja klst. lestarferð til Lillehammer. Það verður því hægt að fara á skíði stax á fyrsta degi.

 

Dagar 2 – 6 | fimmtudagur 20. febrúar til mánudags 24. febrúar

Sjusjøen, Nordseter og öll hin ...

Farið á skíði að morgni og fram á miðjan dag á Birkebeiner skistadion, Sjusjøen, Nordseter, fararstjórarnir velja hvert farið verður hverju sinni og hafa skemmtun, fjölbreytni og ánægju að aðal markmiði hvers dags.

 

Dagur 7 - þriðjudagur, 25. febrúar

Heim á leið ...

Strax, að afloknum morgunverði, verður farið með lest til flugvallarins, flugið heim er kl. 13:00 og áætluð lending kl. 15:05

 

Lágmarksfjöldi þátttakenda 12 / hámark 18


Innifalið í verði ferðar:

 

Flug:

Flug og flugvallaskattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur.

19.02.2025: Icelandair, flug FI 318  Keflavík – Osló, brottför 07:50 lending 11:35

25.02.2025: Icelandair, flug FI 319  Osló – Keflavík, brottför 13:00 lending 15:05

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

(Aukagjald fyrir skíðapoka, kr. 13.800 samtals báðar leiðir, ef bókað í gegn hjá okkur er ekki innifalið)

 

Gisting:

Hótel Birkebeineren 3*** í Lillehammer

 

Matur:

Hálft fæði á hótel Birkebeineren: morgun- og kvöldverðir

 

Akstur og aðrir flutningar:

Lestarferð milli flugvallar og hótels í upphafi og lok ferðar

Akstur milli hótels og skíðasvæða þegar það á við miðað við dagskrá

 

Ekki innifalið:

Hádegis hressingar  |  Drykkir með kvöldverðum  |  Aukagjald fyrir skíðapoka í fluginu, samtals kr. 13.800 fyrir báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur  |  Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“

 


Verð:

Verð á mann í tveggja manna  herbergi     259.900                 

Á mann í eins manns herbergi                   299.900

 

 

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjaldið, kr. 75.000 þarf að greiða strax við pöntun. Það er óafturkræft ef þátttakandi hættir við.

Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:

1)  Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Lillehammer 2025 >

2)  Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):

https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=pEp4kDiaa

 

Eftirstöðvar þarf að greiða u.þ.b. 8 vikum fyrir upphaf ferðarinnar, kallað verður eftir þeim með tölvupósti þegar þar að kemur og þá hægt að velja um millifærslu í gegnum heimabanka eða með kreditkorti í gegnum nýjan greiðslutengil.

 

Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is

 

Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum

 

Verð hjá Icelandair fyrir skíðatöskur veturinn 2024-2025:

„Skíðataska um leið og miði er gefin út kostar 13.800 eftir útgáfu miða 16.800 og á vellinum 21.800“

 

Verð frá 259.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER
SKÍÐAGÖNGUFERÐ TIL LILLEHAMMER

 

 

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.