SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU

 
HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   8 dagar / 7 nætur    Ferðir til og frá flugvelli
   20. - 27. 1. 2020    Flug og flugvallaskattar
   Hámark 16    Fararstjórar: Óskar Jakobsson
   Hálft fæði       Auður Kristín Ebenezersdóttir 

 

NÁNAR UM FERÐINA

Enn á ný ætla þau vinirnir og samstarfsfélagarnir Auður og Óskar að bregða skíðum undir fima fætur og kenna bæði byrjendum og lengra komnum réttu aðferðirnar við skíðagöngu – og nú verða þau í fyrsta sinn á hinu rómaða skíðagöngusvæði við Sesto í Suður-Tíról!

Og það er sko aldeilis eitthvað sem gaman er að upplifa því skíðagöngusvæðið í Sesto og nágrenni er talið með þeim betri, bæði hvað lengd brauta og fjölbreytni leiða á svæðinu áhrærir. Eins og fyrr munu þau hjálpa bæði byrjendum sem og lengra komnum við að ná sem allra bestum tökum á hinni skemmtilegu almenningsíþrótt skíðagöngunni. Dvalið fyrstu fjórar næturnar á Hotel Waldheim í Sesto og síðustu þrjár næturnar á Hotel Los Andes.

Síðustu dagana verður verið í námunda við Marcialonga skíðagöngukeppnina, sem er aðili að World loppet mótaröðinni, og því geta þátttakendur í þessari ferð gert eitthvað af þrennu: Tekið að fullu þátt í aðalkeppni Marcialonga á sunnudeginum / tekið þátt í styttri útgáfum keppninnar á laugardeginum / eða tekið því rólega og fylgst með þeim sem eru að taka þátt annan hvorn daginn.

Mikið innifalið í verði ferðarinnar: Flug og flugvallaskattar, góð hótel, hálft fæði, akstur til og frá flugvelli og frá Sesto til Val di Femme, Íslenskir leiðbeinendur og fararstjórar.

Ekki innifalið: Hádegisverðir og miðdagshressingar,leiga á skiðabúnaði eða flutningur á honum í fluginu, annað það sem ekki er talið upp undir „innifalið“.

Verð frá 289.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU
SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Á ÍTALÍU

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.