SKÍÐAKEMPUR OG HEIMSBIKAR Í SCHLADMING - LYFTUPASSI INNIFALINN!
HELSTU UPPLÝSINGAR
 |
8 dagar / 7 nætur |
 |
Ferðir til og frá flugvelli |
 |
24. - 31. 1. 2026 |
 |
Flug og flugvallaskattar (Icelandair til Salzburg*) |
 |
Hámark 30 |
 |
Fararstjórn: Guðmundur Gunnlaugsson og Guðmundur Jakobsson |
 |
Hálft fæði |
|
|
GOTT HÓTEL RÉTT OFAN VIÐ SCHLADMING - MÖRG FLOTT SKÍÐASVÆÐI Í NÁGRENNINU - HEIMSMEISTARAMÓT Í SVIGI OG STÓRSVIGI
Skíðasvæðin:
Beint upp af bænum og í næsta nágrenni hans eru fjögur fjöll - Hauser Kaibling (2.015 m), Planai (1.906 m), Hochwurzen (1.850 m) og Reiteralm (1.860 m) - með samræmdu skíðabrekku- og lyftuneti með rúmlega 120 km af troðnum skíðabrekkum, þannig að aldrei þarf að taka af sér skíðin til þess að fara á milli svæða.
6 daga lyftupassi er innifalinn í verði ferðarinnar og hann gildir auk þess í skíðarúturnar á svæðinu til þess að fara á þessa staði, eða skreppa yfir á Galsterberg (1.984 m), Fageralm (1.885 m), Ramsau am Dachstein (1.100 – 1.300 m) og Dachstein jökulinn (2.700 m).
Nánar má lesa um skíðasvæðin hér
Tvö kvöldin í vikunni verða keppnir í heimsbikarnum í Alpagreinum - frábær upplifun að vera á svæðinu og fylgjast með keppnum í svigi og stórsvigi
Hótelið:
Hotel Erlebniswelt Stocker 4**** er mjög vel staðsett undir Hochwurzen, rétt við eina af lyftum svæðisins og er því „ski in/ski out“ hótel. Frá hótelinu er stutt niður í miðbæ Schladming.
Á Erlebniswelt er, auk gistingar í þægilegum herbergjum og morgun- og kvöldverða, glæsileg heilsulind með ýmsum útgáfum af gufuböðum (m.a. sundfata sána), upphitaðri útisundlaug (sjá myndir hér neðar) o.fl. Á hótelinu er einnig borðtennisborð, og keilusalinn og pílukastið má nota líka gegn gjaldi.
Innifalið í verði ferðar:
Flug:
Með Icelandair, flug og flugvallaskattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur*
24.01.2026: Icelandair, flug FI 574 Keflavík – Salzburg, brottför 08:00 lending 12:50
31.01.2026: Icelandair, flug FI 575 Salzburg – Keflavík, brottför 14:00 lending 17:30
Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.
(Aukagjald fyrir skíðapoka kr. 13.800 samtals báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur er ekki innifalið (verð með fyrirvara um mögulegar breytingar hjá Icelandair fyrir veturinn 2025-2026)**
Gisting:
Hótel Erlebniswelt 4****
Matur:
Hálft fæði á hótel Erlebniswelt: morgunverðir – kvöldverðir
Akstur:
Akstur milli flugvallar og hótels í upphafi og lok ferðar
Tveir fararstjórar
Annað:
6 daga skíðapassi á svæðin í nágrenninu er innifalinn!
Ekki innifalið:
Hádegishressingar | Drykkir með kvöldverðum | Aukagjald fyrir skíðapoka í fluginu, samtals kr. 13.800 fyrir báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur (sjá hér neðar) | Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi 429.900
Á mann í eins manns herbergi 489.900
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjaldið, kr. 100.000 þarf að greiða strax við pöntun. Það er óafturkræft ef þátttakandi hættir við.
Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:
1) Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Kempur 2026 >
2) Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=N8aY1EVTW
Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is
Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum
* Félagar í Vildarklúbbi Icelandair safna punktum í þessu flugi - ekki er hægt að nýta Vildarpunkta Icelandair til greiðslu inn á hópferð sem þessa
** Verð hjá Icelandair fyrir skíðatöskur veturinn 2024-2025 (birt með fyrirvara um mögulega hækkun fyrir veturinn 2025-2026):
„Skíðataska um leið og miði er gefin út kostar 13.800 eftir útgáfu miða 16.800 og á vellinum 21.800“