SKÍÐATVENNA Í AUSTURRÍKI - SÖLDEN OG SERFAUS - JAN. 2026
HELSTU UPPLÝSINGAR
 |
15 dagar / 14 nætur |
 |
Ferðir til og frá flugvelli |
 |
17. - 31. 1. 2026 |
 |
Flug og flugvallaskattar (Icelandair til Innsbruck*) |
 |
Hámark 30 |
 |
Fararstjórn: Hákon Þór Árnason |
 |
Hálft fæði* |
|
|
TVÖ AF BETRI SKÍÐASVÆÐUM AUSTURRÍKIS Í EINNI FERÐ - VIKA Í SÖLDEN OG VIKA Í SERFAUS
Skíðasvæðið í Sölden:
í Sölden eru frábær skíðasvæði og aðstæður eins og þær gerast bestar! Á milli 1.350 m og upp í 3.340 m er heill skíðaheimur með 146 km af troðnum brautum, 2 skíðasvæði á jökli, 3 tinda í meira en 3.000 m hæð og margt fleira.
Svigskíði, gönguskíði, bretti - sama hvað, það eru frábærar aðstæður, og síðan að sjálfsögðu allir skálarnir með mat og drykk!
Upplifðu ,,BIG 3" fjöllin í Sölden, með stórkostlegu útsýni!
Gaislachkogl (3.058 m) / Tiefenbachkogl (3.250 m) / Schwarze Schneide (3.340 m)
Nánar má lesa um skíðasvæðin í Sölden hér
Hótelið í Sölden:
Hótel Tyrolerhof 4**** er á besta stað í Sölden, og þar er, auk gistingar í þægilegum herbergjum og glæsilegra morgun- og kvöldverða hlaðborða, mjög vel búin heilsulind:
Our wellness area is equiped with: bio-sauna (40°-60°), finn-sauna (90°-100°), steambath and turkish bath - o - indoor pool area (19m x 6m) with textile sauna (55-60°) and infrared cabin - o - indoor relaxing area - o - modern gym with fitness equipment from Techno Gym
Á Tryolerhof er val um gistingu í eins- eða tveggja manna herbergjum
Skíðasvæðin í Serfaus-Fiss-Ladis:
214 km af vel löguðum brekkum fyrir alla: 47 km af bláum, 112 km af rauðum og 27 km af svörtum, og svo 28 km af freeride leiðum / 30 km af skíðagönguleiðum / öruggur snjór fram á vor / samtals 38 lyftur af ýmsum gerðum með flutningsgetu upp á rúmlega 92.000 manns á klst.
Nánar má lesa um skíðasvæðin í Serfaus-Fiss-Ladis hér
kort af Serfaus-Fiss-Ladis svæðinu má sjá hér
Hótelið í Serfaus:
Hotel Alpenjuwel Residenz stendur í útjaðri Serfaus, skammt frá Dorfbahn lyftunni. Mjög nýlegt, opnað 2018 og glæsilega innréttað í dæmigerðum Tyról stíl, með bæði herbergi og íbúðir af ýmsum stærðum, frábæra heilsulind, verslun og veitingastað
Í þessari skíðatvennu er miðað við gistingu í tveggja manna herbergi (eins manns herbergi er ekki í boði)
Innifalið í verði ferðar:
Flug:
Með Icelandair, flug og flugvallaskattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur*
17.01.2026: Icelandair, flug FI 576 Keflavík – Innsbruck, brottför 09:55 lending 15:05
31.01.2026: Icelandair, flug FI 577 Innsbruck – Keflavík, brottför 16:05 lending 19:40
Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.
(Aukagjald fyrir skíðapoka kr. 13.800 samtals báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur er ekki innifalið (verð með fyrirvara um mögulegar breytingar hjá Icelandair fyrir veturinn 2025-2026)**
Gisting:
í eins eða tveggja manna herbergjum á Hótel Tyrolerhof 4****
í tveggja manna herbergjum á Hotel Alpenjuwel Residenz 4****
Matur:
Hálft fæði á hótel Tyrolerhof: morgun- og kvöldverðahlaðborð
Morgunverðir á Alpenjuwel Residenz
Akstur:
Akstur milli flugvallar og hótels í upphafi og lok ferðar og akstur á milli Sölden og Serfaus á skiptideginum
Fararstjórn
Ekki innifalið:
Skíðapassi | Hádegishressingar | Drykkir með kvöldverðum á Tyrolerhof | Kvöldverðir á Alpenjuwel Residenz | Aukagjald fyrir skíðapoka í fluginu, samtals kr. 13.800 fyrir báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur (sjá hér neðar) | Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi 599.900
Aukagjald f. eins manns herbergi á Tyrolerhof 45.000
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjaldið, kr. 100.000 þarf að greiða strax við pöntun. Það er óafturkræft ef þátttakandi hættir við.
Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:
1) Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Skíðatvenna 2026 >
2) Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=2nIwd882T
Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is
Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum
* Félagar í Vildarklúbbi Icelandair safna punktum í þessu flugi - ekki er hægt að nýta Vildarpunkta Icelandair til greiðslu inn á hópferð sem þessa
** Verð hjá Icelandair fyrir skíðatöskur veturinn 2024-2025 (birt með fyrirvara um mögulega hækkun fyrir veturinn 2025-2026):
„Skíðataska um leið og miði er gefin út kostar 13.800 eftir útgáfu miða 16.800 og á vellinum 21.800“